Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1953, Síða 42

Andvari - 01.01.1953, Síða 42
38 Þorkell Jóhannesson ANDVARI útflutninginn: 1630: 3030 skpd.; 1743: 5772 skpd.; 1784: 8190 skpd.; 1806: 4345 skpd.; 1816: 3789 skpd.; 1840: 16797 skpd.; 1849: 19644 skpd.; 1855: 24079 skpd. Tölur um lýsisútflutning- inn samkvæmt sömu skýrslum eru sem liér segir: árið 1630: 1445 tn.; 1743: 471 tn.; 1784: 929 tn.; 1806: 2495 tn.; 1816: 1101 tn.; 1840: 6655 tn.; 1849: 3259 tn.; 1855: 6891 tn. Þótt margt megi sjálfsagt rita um tölur þessar, hverja um sig og allar í senn, þá gefa þær nokkra hugmynd um viðgang útvegsins hér á landi fram um 1850. Hér er einkum athugavert, að útflutning einstakra ára er ekki mjög að marka, m. a. vegna þess, að stund- um komst nokkur hluti ársframleiðslunnar ekki utan á því sama ári, en varð þá því meiri næsta ár. Ennfremur var aflamagnið misjafnt frá ári til árs, þótt sótt væri veiðin af líku afli. í heild sinni tala tölur þessar samt skýru máli. Athugun á skipa- og bátaeign landsmanna bendir í þá átt, að útvegur fór vaxandi á fyrra hluta aldarinnar, frá því sem fyrrum var. Vitnar þetta allt um bættan hag útgerðarinnar. Nokkrar tölur um bátaeignina sýna þetta nokkuð glögglega. Árið 1770 var tala skipa og báta í landinu alls 1869; árið 1804: 2163; 1823: 2175; 1833: 2457; 1843: 2939; 1849: 3125; 1853: 3506. Það er eftirtektarvert við skýrslu þessa, að kalla má, að bátaflotinn standi í stað á árunurn 1804 til 1823. í hagskýrslum er talið, að bátaflotinn aukist um 62% frá árinu 1804 til 1853. Mestöll þessi aukning verður á ár- unum 1823 til 1853, eða á 30 ára tímabili. Skýrslur eru óglöggar um þilskipaútveginn á fyrra hluta ald- arinnar. Áður var að því vikið, að útvegur þessi átti frá upphafi við mikla örðugleika að stríða. Vegna kostnaðar var á fárra manna færi að ráðast í að kaupa eða láta smíða þilskip. Kunnátta til viðhalds, aðgerða eða nýsmíði var af skornum skammti og lær- dóm í stjóm og notkun stórskipa varð að sækja til útlanda. Eigi var þess heldur kostur hér að fá skipin vátryggð. Þrátt fyrir allar þessar hindranir og mikil áföll, sem útgerð þessi sætti, er vafa- laust áttu m. a. rætur að rekja til vankunnáttu, lélegs skipakosts og vangæzlu um nægilegt viðhald, hélzt þilskipaútgerðin nokkuð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.