Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1953, Page 76

Andvari - 01.01.1953, Page 76
72 Böðvar Jónsson ANDVARI voði vís. Fólkið vildi fá hærra kaup. Enginn nefndi minni vinnu eða styttri vinnutíma, nei, en hærra árskaup, eða að vera lausa- menn og lausakonur. Og hvað skeði? Vinnumenn, sem áður höfðu haft í árskaup 50 kr., vildu nú fá 60—70 kr., og til voru menn, og þar var ég einn með öðrum, sem vildu fá 80 krónur í árskaup. Gamlir og gætnir bændur töldu þetta ekkert hóf, allt væri þetta of hátt, enginn ynni fyrir svo miklu fé. En svo fór, að alvara varð úr þessu. Á þessum árum fóru margir, sem áður voru í vinnumennsku, að i)úa, þótt flestir hefði lítil efni. Fækk- aði þá enn vinnufólki hjá bændum og kaupið hækkaði svo sem sjálfkrafa fyllilega um þá upphæð, sem ég og fleiri höfðum sett upp, nefnilega í 70—80 kr., og fljótlega enn meira. Samtímis þessu kom líka nýtt til sögunnar og verkaði í sömu átt. Það var á þessum árum, að fólk á Austfjörðum fór að veita því eftirtekt, að þar voru flestir firðir fullir af fiski og síld, eink- um á sumrin. Elvort heimamenn þar á Austfjörðum eiga fyrstir sjónarvættina í þessari veiði, veit ég að fer eða fór lengi tvenn- um sögum. Ég hefi fyrir löngu orðið að halla mér að því, að það fyrsta, sem veiddist af fiski til muna á Austfjörðum, hali verið árið 1872. Hinn alkunni dugnaðarmaður, Geir Zoéga, átti þá hér í félagi með öðrum tvö þilskip, að nafni Fanney og Reykjavík. Geir tók nú upp á því að senda þessi skip með fólk, báta og veiðarfæri og aðrar nauðsynjar, austur á Seyðisfjörð, til að fiska þar um sumarmánuðina. Þetta gekk vel 2 eða 3 sumur. Skipin lágu við land, t. d. við Hánefsstaðaeyrar. Fólkið reri um fjörðinn í grennd við skipin og fiskaði vel, kom aftur með skipin full af góðum söltuðum fiski, verzlunarvöru. Og fiski- fréttin barst um allt hér syðra. En ekki stóð þessi útgerð Geirs þarna nema 2—3 sumur, enda missti hann annað skipið, Fanney, á heimleið, með fólki og farmi. Þetta olli straumhvörfum. Bænd- ur á Austfjörðum vildu nú fara að veiða sinn fisk sjálfir, sem þeir kölluðu svo. En þeir urðu að fá menn og báta annars staðar frá. Bátana fengu þeir frá Færeyjum, en fólkið kom hér að sunnan. Nú breyttist margt. Nú drifu menn héðan til Aus:-

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.