Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1953, Page 87

Andvari - 01.01.1953, Page 87
ANDVARI Landkostir — 83 ferðamanna, enda er landið ekki fyrir ekki neitt orðlagt fyrir lit- fegurð. Að vilja sjá er ástríða skemmtiferðamanna, og lsland býð- ur þeim, er hafa yndi af því að sjá, ótrúlega og óhugsanlega margar óvenjulega yndislegar sýnir, furðulega margvísar. Að vísu er veðrátta óstöðug hér á landi, en með því að flestir eru svo gerðir, að þeir hafa yndi af tilbreytingu, þá er það líka mikill landkostur. Langviðri eru leiðigjöm. Þar sem langviðra- samt er, eru veðrabrigði jafnaðarlega rnjög harkaleg; fárviðri, felli- byljir, steypiflóð, eldingar, haglél, fannkyngi og frosthörkur, meiri en nokkurn tíma geta komið á íslandi, dynja skyndilega yfir með ósköpum og rífa upp tré, bylta húsum og ryðja burt veg- um, járnbrautum og símaleiðslum, og stórflóð skola heilum hyggðum á haf út og skipum á land upp, eða mögnuð alda steikjandi sólarhita leggst yfir land og þjóð, þurrkar upp læki og ár, svíður velli og engi og brennir skóga og tærir ávexti og aldintré. Þá er öðru vísi hér á íslandi. Hvergi eru góðviðri jafn- glæsileg, illviðri hvergi jafn-meinlítil sem á íslandi. Því er líka óvíða jafn-auðvelt og -yndislegt að athafna sig við öflun verð- nræta til lífsbjargar. Það villir nokkuð fyrir mönnum um rétt mat á veðurfari hér á íslandi, að tímatal það, sem almennt er farið eftir, en upp- haflega er samið á meginlandi Norðurálfu, stenzt ekki á við skiptingu árs í sumar og vetur eftir veðurfari hér úti í Atlants- hafi, — vestur í Flóastraumi og norður við íshaf, — og var þó verra áður en Þorsteinn surtur leiðrétti það að nokkru, því að þá munaði sumri aftur til vors. Samkvæmt veðráttufari hér mun- ar sumri jafnan fram til hausts, miðað við tímatalið. Að réttu Iagi samkvæmt reynslu byrjar sumar á íslandi ekki fyrr en á sól- stöðum eða um Jónsmessu og endar ekki fyrr en að sólhvörfum eða um jól. Eftir þessu virðist hafa verið tekið hér þegar í forn- öld, því að svo er kveðið á í fomum lögum, að sláttur, heyannir, skuli hefjast mánuði eftir sólstöður og standa í tvo mánuði og enda um jafndægur að hausti, með lokum tvímánaðar. Fyrir þessa skekkju árstíðanna, ef svo mætti kalla, þykir fólki, sem

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.