Andvari - 01.01.1941, Side 15
ANDVARI
Jón Ólafsson
11
borgarinnar og kaupstaðanna, sean hafa bezt dafnað og aukizt
afar mikið að íbúatölu.
Alliancefélaginu farnaðist vel frá byrjun, enda stóðu að því
þeir menn, sem bæði voru ötulir og hyggnir í fjármálum.
I'yrsti togari félagsins var Jón forseti, mesta happaskip, smíð-
aður á árunum 1906—07 með það fyrir augum að stunda fisk-
veiðar við strendur íslands vetur sem sumar. Hann var fyrsti
togarinn, sem íslendingar létu smíða, og hafði hann flutt mik-
inn auð að landi frá fiskimiðum vorum, er hann strandaði
fyrir nokkrum árum.
Árið 1911 hætti Jón sjósókn, eins og að framan er sagt.
Gerðist hann þá framkvæmdastjóri Alliance og réð síðan
niestu um stjórn þess félags og framkvæmdir, meðan hans
naut við, þótt ekki teldist hann framkvæmdastjóri þess eftir
að hann varð bankastjóri. Félaginu stýrði hann með hyggind-
nm og ávann því traust í hvívetna. Var hann stórhuga og
framkvæmdasamur, en þó í hófi. Jókst þá mjög gengi þess.
l'ogurum fjölgaði, en nokkur óhöpp steðjuðu að um skeið.
Skúli fógeti, annar togari félagsins, fórst á tundurdufli 1914,
°g nokkurn skaða beið félagið að stríðslokum, vegna þátt-
töku í miklum fiskkaupum og fleiru, en þess háttar skakka-
föll hentu flesta, er við útgerð fengust á þeim árum. Var þó
i'áðizt í ný slcipakaup, togara, og jafnan fengið skip í skarðið,
ef togari strandaði. Var Alliance annað stærsta íslenzka
togarafélagið, og er það enn, næst Kveldúlfi.
Eftir 1931 urðu tímarnir erfiðari fyrir stórútgerðina, og fór
Álliance ekki varhluta af því. Leitaði Jón þá annarra úrræða
fyrir félag sitt. Hófst Alliancefélagið þá handa, ásamt öðru
l'tgerðarfélagi, um að reisa síldarverksmiðju í Djúpuvík á
Ströndum. Var verlcsmiðja þessi hin fullkomnasta og mjög
^fkastamikil. Var þetta hin fyrsta stóra síldarverksmiðja, sem
i'eist var af innlendum einstaklingum; minni verksmiðjur
böfðu verið reistar áður, t. d. Hesteyrarverksmiðjan. Hefur
lélaginu verið hinn mesti styrkur að þessu fyrirtæki, þótt
stofnkostnaðurinn væri geysimikill og erfiðleikar fyrstu árin
Sí)kir aflatregðu.