Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1941, Side 16

Andvari - 01.01.1941, Side 16
12 Þorsteinn Þorsteinsson ANDVAHI Eins og áður getur, var Jón Ólafsson langmestu ráðandi um Alliance eftir að hann varð framkvæmdastjóri þess, og var oft við það kenndur á þeim árum: Jón í Alliance. Var það hvort tveggja, að hann taldi það meginstarf sitt að annast um hag þess, enda lá hann ekki á liði sínu að efla gagn þess. Klukkan 6 á morgnana eða fyrr var hann kominn þar á vett- vang, til þess að líta eftir, að afgreiðsla skipa væri greið og elcki væri slegið slöku við önnur störf. Gekk hann þá um hús öll og fiskstöðvar. Hugði hann mjög að því, að öll útgerðar- tæki félagsins og önnur áhöld væru í ágætu lagi og vel um þau hirt og hver maður gegndi sínu starfi trúlega. Hann var venjulega ekki margmáll um það, er honum þótti miður fara, en síður vildu starfsmenn verða fyrir vanþóknun hans á verk- um þeirra en þótt þeir fengju yfir sig stóryrði flestra annarra manna. Hann hafði ágæta skipulagsgáfu, var fljótur að átta sig á því, hvað í manninum bjó, og skipaði því venjulega „réttum manni á réttan stað“. Þegar skrifstofutími hófst, hafði Jón lokið þessu eftirliti sínu og gat þá snúið sér að afgreiðslu skrifstofustarfanna. Fór honum öll sú stjórn prýðilega úr hendi. Þótt hann fengist ekki sjálfur mjög við bréfaskriftir fyrir félagið, sagði hann fyrir um efni þeirra og fylgdist vel með öllu reikningshaldi. Var hann og mestan hluta dagsins þar í skrifstofunni við af- greiðslu mála. Samvinna við félaga hans var yfirleitt ágæt. Hefur Jón Sigurðsson, samstarfsmaður hans í stjórn Alliance og við daglega afgreiðslu þar öll starfsár Jóns hjá félaginu, sagt mér, að aldrei hafi nokkur snurða lilaupið á samvinnu þeirra öll þau ár. Hann var afar vel látinn af öllu starfsfólki félagsins. Var margt, sem til þess dró: Dagleg framkoma hans, öryggi nm skilvísa og réttláta kaupgreiðslu og síðast en ekki sízt reynslan fyrir því, hver „haukur í horni“ hann var þessu fólki, er það þurfti að leita ráða til hans, umhyggja hans fyrir velferð þess og framúrskarandi hjálpsemi við þá, er hágt áttu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.