Andvari - 01.01.1941, Síða 16
12
Þorsteinn Þorsteinsson
ANDVAHI
Eins og áður getur, var Jón Ólafsson langmestu ráðandi
um Alliance eftir að hann varð framkvæmdastjóri þess, og
var oft við það kenndur á þeim árum: Jón í Alliance. Var
það hvort tveggja, að hann taldi það meginstarf sitt að annast
um hag þess, enda lá hann ekki á liði sínu að efla gagn þess.
Klukkan 6 á morgnana eða fyrr var hann kominn þar á vett-
vang, til þess að líta eftir, að afgreiðsla skipa væri greið og
elcki væri slegið slöku við önnur störf. Gekk hann þá um hús
öll og fiskstöðvar. Hugði hann mjög að því, að öll útgerðar-
tæki félagsins og önnur áhöld væru í ágætu lagi og vel um
þau hirt og hver maður gegndi sínu starfi trúlega. Hann var
venjulega ekki margmáll um það, er honum þótti miður fara,
en síður vildu starfsmenn verða fyrir vanþóknun hans á verk-
um þeirra en þótt þeir fengju yfir sig stóryrði flestra annarra
manna. Hann hafði ágæta skipulagsgáfu, var fljótur að átta
sig á því, hvað í manninum bjó, og skipaði því venjulega
„réttum manni á réttan stað“.
Þegar skrifstofutími hófst, hafði Jón lokið þessu eftirliti
sínu og gat þá snúið sér að afgreiðslu skrifstofustarfanna.
Fór honum öll sú stjórn prýðilega úr hendi. Þótt hann fengist
ekki sjálfur mjög við bréfaskriftir fyrir félagið, sagði hann
fyrir um efni þeirra og fylgdist vel með öllu reikningshaldi.
Var hann og mestan hluta dagsins þar í skrifstofunni við af-
greiðslu mála. Samvinna við félaga hans var yfirleitt ágæt.
Hefur Jón Sigurðsson, samstarfsmaður hans í stjórn Alliance
og við daglega afgreiðslu þar öll starfsár Jóns hjá félaginu,
sagt mér, að aldrei hafi nokkur snurða lilaupið á samvinnu
þeirra öll þau ár.
Hann var afar vel látinn af öllu starfsfólki félagsins. Var
margt, sem til þess dró: Dagleg framkoma hans, öryggi nm
skilvísa og réttláta kaupgreiðslu og síðast en ekki sízt reynslan
fyrir því, hver „haukur í horni“ hann var þessu fólki, er það
þurfti að leita ráða til hans, umhyggja hans fyrir velferð
þess og framúrskarandi hjálpsemi við þá, er hágt áttu.