Andvari - 01.01.1941, Page 30
26
Bjarni Benediktsson
ANDVUíI
enginn um, að ef nógu rík nauðsyn er fyrir hendi, þá sé slík
ráðstöfun réttmæt.
Óvefengjanlegt er, að formlegur munur hlýtur að vera
á þessu á íslandi, þar sem stjórnarskráin heimilar enga undan-
tekningu frá fyrirmælum um, að liámark kjörtímabils skuli
vera fjögur ár, og í Englandi, þar sem svo er ástatt sem lýst
var, sem og þeim löndum, þar sem fyrirvari þessa efnis kynni
berum orðum að vera tekinn í stjórnarskrána. Af þögn íslenzku
stjórnarskrárinnar um þetta verður þó eigi dregin sú ályktun,
að skilyrðislaust sé skylt að hlýða þessu ákvæði hennar. Ber
þá einkum að gæta tvenns, annars vegar þess sambands, sem
þetta fyrirmæli kann að vera í við önnur ákvæði stjórnar-
skrárinnar, og hins vegar þess, að til kunna að vera enn inikil-
vægari réttarreglur en stjórnarskráin sjálf, svo að 'hún verði
að lúta í lægra haldi fyrir þeim.
Lengd kjörtímabils þingmanna hefur aldrei verið höfuð-
atriði íslenzku stjórnarskrárinnar. Stjórnarskrá var fyrst sett
á íslandi 1874. Allt frá þeim tíma þangað til 1920 var kjör-
tímabil þingmanna yfirleitt 6 ár, og sumra þó um skeið 12 ár.
Það er fyrst í stjórnarskránni 1920, sem kjörtímabilið ev
ákveðið 4 ár, og hefur svo haldizt síðan. Hagkvæmisástæður
hafa ráðið því, hve kjörtímabilið hefur hverju sinni verið
ákveðið langt, en lengd þess haggar engu um, hvort lýðræði
verði talið ríkja eða eigi, né um þýðingu kosninga yfirleitt-
En þýðing kosninga er einmitt sú að tryggja lýðræðið nieð
því, að almenningi gefist kostur á að ráða því, hverjir fara
með það mikilvæga vald, sem Alþingi er falið. Skilyrði þess,
að kjósendur geti beitt þessum rétti sínum af viti og þjóðinni
til heilla eru m. a., að þeim gefist óskertur kostur á að fylgJ'
ast með því, sem er að gerast, og að þeir hafi heimild til a^
hafa áhrif hver á annan og hera ráð sín saman, hvort heldui
er í rituðu máli eða með fundahöldum. Þá verða þeir og a^
liafa leyfi til að kjósa hvern þann, sem kjörgengur er og
fram er borinn samkvæmt íslenzkum lögum. Það er ove-
fengjanlegt, að sjálf stjórnarskráin ætlast til, að þessi skil'
yrði séu fyrir hendi, þegar kosið er. Meðal annars þess vegna