Andvari - 01.01.1941, Side 34
30
Bjarni Benediktsson
ANDVARI
væri eigi að vænta, að aðrir mætu frelsi þeirra mikils, ef þeir
væru sjálfir hikandi við að halda þvi fram. En einkum væri
þó framtíð þjóðarinnar stefnt í hættu með því að láta frelsi
hennar og fullveldi vera óráðstafað, þegar til friðarsamninga
kæmi, og yrðu landsmenn því nú þegar að taka af öll tví-
mæli í þessu efni. Væri og eigi unnt að rekja ákvarðanir í
máli þessu nú til Breta, þar sem vitað væri, að ætlunin væri
einungis að koma fram gömlum ásetningi landsmanna, en
hins vegar kunnugt, að Bretar hefðu einmitt ráðið frá að gera
þetta að svo stöddu.
Frumskilyrði þess að átta sig á máiinu var þó að gera sér
grein fyrir, hver réttur landsins var nú gagnvart hinu gamla
yfirráðaríki þess, Danmörku.
Orð sambandslaganna gera ráð fyrir, að samningur sá, sem
i þeim felst, geti fallið niður einungis með einum hætti. Þ. e.
a. s. eftir árslok 1940 getur hvor samningsaðila fyrir sig krafizt,
að hyrjað verði á samningum um endurskoðun laganna. E1
samningur kemst ekki á innan þriggja ára frá því, að krafan
Icom fram, getur hvor aðili um sig fengið samninginn úr gildi
felldan. En til þess þarf samþykki % hluta þingmanna í þvl
ríki, sem ályktunina gerir, og auk þess samþykki % hluta
alkvæða við ahnenna atkvæðagreiðslu meðal kjósenda þar»
enda hafi a. m. lc. % lilutar þeirra tekið þátt í henni.
Ef við bókstafinn átti að halda sér, höfðu íslendingar á
árinu 1941 ekki annað úrræði en krefjast endurskoðunar sam-
handslaganna, standa í samningaþófi um hana í þrjú ár, og
lolcs að þeim liðnum gátu þeir losnað úr viðjum sambands-
laganna. En samlcvæmt lögfræðinni getur hókstafur samu-
ingsins enga úrslitaþýðingu haft, þegar svo stendur á sem hév.
Alviðurkenndar reglur þjóðaréttarins telja þvílíka uppsögu
samkvæmt ákvæðum samnings einungis vera eitt af mörgum
atvikum, er geti áorkað ógildingu hans. Önnur helztu atvik,
sem þar geta kömið til greina, eru: 1) Samkomulag aðila. 2)
Fullnæging sanmings, 3) Afsal samningsréttar. 4) Tímatak-
markanir í samning. 5) Aðilar samnings hætta að vera til-
6) Ómögulegt er að fullnægja samning. 7) Fyrirvari, herum