Andvari - 01.01.1941, Síða 51
ANDVARI
Hvað olli hruni Frakldands 1940?
47
félagsbyggingarinnar og undirbúa endanlegt hrun núverandi
þjóðskipulags. Þeir máttu aldrei gleyma lokatakmarkinu:
lieimsbyltingunni, útrýmingu allra annarra stétta en byltingar-
sinnaðra verkamanna og myndun liins nýja ríkis, þar sem
verkamannastéttin fór með einræðisvald.
V.
Löng stund leið svo, að byltingarstefna Karls Marx hafði
lítil þroskaskilyrði. Meðan stóð á umsát Parísarborgar 1870
—1871, sturlaðist verkalýðurinn í vonleysi og örvæntingu.
Náðu fylgismenn Karls Marx þá um stund einræðisvaldi í
borginni og hugðust að koma á eins konar sameignarríki. En
her frönsku stjórnarinnar bældi uppþot þetta niður, og er
talið, að um 20 þús. manna hafi látið lífið í þessari fánýtu
byltingartilraun. Á hinu langa friðartímabili frá 1871—1914
hafði hin friðsamlega verkamannastefna ákjósanleg starfs-
skilyrði í flestum iðnaðarlöndum heimsins, en byltingarsinn-
anna gætti hvergi í verki, nema í einu landi, þar sem þjóðinni
var stjórnað með hinni mestu kúgun, rangsleitni og grimmd.
í Rússlandi fékk byltingarstefna Karls Marx hin beztu þroska-
skilyrði. Eftir síðustu aldamót óx stóriðnaður hraðfara þar í
landi. Lenin og margir aðrir lærisveinar Karls Marx beittu nú
áköfum áróðri og tókst að koma á fót litlum, en mjög harð-
snúnum byltingarflokki í iðjuverum Rússlands. Hin alda-
gamla óstjórn og kúgun keisarans, aðalsins, kirkjuhöfðingj-
anna, herforingjanna og síðast hinnar nýríku auðmannastétt-
ar var með þeim hælti, að þar í landi hlaut að vera frjór
jarðvegur fyrir byltingarflokk. Sú varð líka raunin á. Undir
væng hinnar verstu og rangsleitnustu stjórnar, sem til var í
álfunni, dafnaði kommúnisminn og varð að smitnæmum far-
aldri. Heima í Rússlandi var nóg af rangsleitni og nóg af kúgun
til að skapa óánægju gegn þjóðfélaginu. Og þar sem allar
leiðir voru lokaðar fyrir hægfara þróun og menningarbætur,
hlaut svo að fara, að mjög verulegur hluti hinna óánægðu
manna teldi sig ekki sjá aðra leið til úrbóta heldur en bylt-
mgu. I ritum Karls Marx og lærisveina hans voru glöggar
4