Andvari - 01.01.1941, Síða 52
48
Jónas Jónsson
ANDViftt
fyrirsagnir og spádómar um, hversu verkalýðurinn skyldi
fiamkvæma byltingu. Þegar hið rotna rússneska keisaradæmi
hrundi saman undir þunga sinnar eigin eymdar og ósigru.m
styrjaldarinnar, fengu. rússneskir verkamenn hentugt tæki-
færi til að grípa stjórnartaumana í hinu mikla rússneska ríki
haustið 1917. Eftir að bolsevikar höfðu náð völdunum, gerðu
þeir tvennt í einu: að tryggja valdaaðstöðu sína heima fyrir
með því að ná sams konar kúgunartaki á þjóðinni eins og
keisarastjórnin hafði haft og að hefja, eins og fyrr er á drep-
ið, látlausan áróður út um allan heim, með gífurlegum fjár-
fórnum til að koma á fót byltingarflokkum í öllum löndum.
Jafnvel ísland var ekki skilið eftir í þeirri leit og yerulegurn
fjármunum varið til að koma á fót byltingarflokki hér á landi.
Lenin og fylgismenn hans freistuðu í fyrstu að fylgja fyrir-
mælum Karls Marx um myndun byltingarríkisins. Þeir settu
á stofn einræði. Flokkur stjórnarinnar var tæplega meira cn
1 % af þjóðinni. Stjórnin kom sér upp öflugum her, lögreglu
og leynilögreglu. Stjórnin bannaði alla pólitiska starfsemn
nema iðkun kommúnismans. Hún reyndi að útrýma hinum
grísk-kaþólsku trúarbrögðum. Hún hafði stranga ritskoðun og
lét ekki prenta blöð eða bækur, nema þær, sem hún taldi
sér vilhallar. Allt andlegt líf í landinu var lagt í læðing komm-
únismans, nákvæmlega eins og keisarastjórnin hafði heimtað.
að allir væru á hennar bandi um orðræður og rithátt. I fjár-
málastarfinu gengu kommúnistar hreint til verks. Þeir tóku
umsvifalaust allar auðlindir og meiri háttar atvinnuvegi af
einstökum mönnum. Þeir þjóðnýttu verzlun og samgöngur,
eftir því sem við varð komið. Um stutta stund lceyptu holse-
vikar í Rússlandi sér frið við hina fjölmennu bændastéit
landsins með því að láta þá í orði kveðnu eiga bújarðir sínar.
En um leið og stjórnin var orðin nógu föst í sessi, tók hun
jarðirnar aftur úr séreign bænda og braut stétt þeirra til
idýðni með ógurlegri grimmd. Stjórnin hafði því njósnara um
allt land, l'lokksdómstóla, kvalatæki við yfirheyrslu grunaðra
manna og lögreglu og herstyrk til að beygja þegnana skil-
málalaust undir vilja einræðisherra, sem studdist við örlít-