Andvari - 01.01.1941, Side 54
50
Jónas Jónsson
ANDVABI
grimnid heima fyrir og flokksmyndun þeirra úti um allan
heim, sem studd var me8 miklum fégjöfum frá útbreiðslu-
stjórninni í Moskva. Nú kom fram ein helzta veilan í byltingar-
dæmi Karls Marx. Hann gerði ráð fyrir, að hinn fjölmenni
verkalýður mundi geta orðið stéttvís á hatrinu til annarra
stétta, án þess að þær tækju að gera varúðarráðstafanir. Hann
hjóst við, að þegar byltingaraldan hefði risið i einu landi,
mundi hún halda leiðar sinnar, og allhraðfara. Byltingarsinn-
aðir verkamenn mundu geta náð kverkataki á andstæðingum
sínum í öðrum stéttum og útrýmt þeim með eldi og járni bylt-
ingarinnar. En hér brást Karli Marx bogalistin. Ekki liðu
nema nokkrir mánuðir frá því að kommúnistar höfðu komið
á hinu grimmdarfulla einræði minni hlutans í Rússlandi, þar
til er tveir lýðhöfðingjar tóku aðferðir þeirra til fyrirmynd-
ar og skipulögðu ofbeldisflokka til að eyðileggja kommún-
ismann. Mussolini og Hitler þekktu vel aðferðir kommúnista
og notuðu þær til að safna andstæðingum öreiganna á ítalíú
og í Þýzkalandi í harðsnúna flokka, sem buðust til að bjarga
þjóðunum frá sókn kommúnista og stýra síðan í nafni nýrra
flokka með einræði minni hlutans. Efnamönnum á Ítalíu og
í Þýzkalandi þótti, sem von var, mikill fengur að fá örugga
foringja og mikinn liðsaidea til varnar eignum þeirra og lífi-
Varð Hitler og Mussolini að vonum vel til fjár með gjöfuni
frá efnamönnum, sem töldu sig annars í hættu með eignir, lif
og limi, ef rússneska byltingaraldan næði að falla óhindruð
yfir löndin. Á þann hátt gátu Mussolini og Hitler komið á fót
hinum miklu flokksherjum, sem tryggðu þeim völdin. Fyrsta
verlt þessara einvaldsherra í stjórnarsessi var að hanna ekki
cinungis allan kommúnisma, heldur einnig allar stefnur, er
þeir töldu brjóta í bág við flokkseinræði þeirra. Líka í þessu
efni var fylgt fordæmi Lenins og Stalins. Þeir höfðu upprætt
efnastéttir Rússlands, en um leið alla sjálfstæða hugsun,
hverju nafni sem hún nefndist og hvar sein hennar gætti í
landinu. Með þessum hætti hafði öfgastefna Karls Marx og
Lenins skapað sitt eigið móteitur. Borgarastéttir landanna
höfðu undir ýmsum heitum fundið ráð til að stöðva bylting-