Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1941, Page 54

Andvari - 01.01.1941, Page 54
50 Jónas Jónsson ANDVABI grimnid heima fyrir og flokksmyndun þeirra úti um allan heim, sem studd var me8 miklum fégjöfum frá útbreiðslu- stjórninni í Moskva. Nú kom fram ein helzta veilan í byltingar- dæmi Karls Marx. Hann gerði ráð fyrir, að hinn fjölmenni verkalýður mundi geta orðið stéttvís á hatrinu til annarra stétta, án þess að þær tækju að gera varúðarráðstafanir. Hann hjóst við, að þegar byltingaraldan hefði risið i einu landi, mundi hún halda leiðar sinnar, og allhraðfara. Byltingarsinn- aðir verkamenn mundu geta náð kverkataki á andstæðingum sínum í öðrum stéttum og útrýmt þeim með eldi og járni bylt- ingarinnar. En hér brást Karli Marx bogalistin. Ekki liðu nema nokkrir mánuðir frá því að kommúnistar höfðu komið á hinu grimmdarfulla einræði minni hlutans í Rússlandi, þar til er tveir lýðhöfðingjar tóku aðferðir þeirra til fyrirmynd- ar og skipulögðu ofbeldisflokka til að eyðileggja kommún- ismann. Mussolini og Hitler þekktu vel aðferðir kommúnista og notuðu þær til að safna andstæðingum öreiganna á ítalíú og í Þýzkalandi í harðsnúna flokka, sem buðust til að bjarga þjóðunum frá sókn kommúnista og stýra síðan í nafni nýrra flokka með einræði minni hlutans. Efnamönnum á Ítalíu og í Þýzkalandi þótti, sem von var, mikill fengur að fá örugga foringja og mikinn liðsaidea til varnar eignum þeirra og lífi- Varð Hitler og Mussolini að vonum vel til fjár með gjöfuni frá efnamönnum, sem töldu sig annars í hættu með eignir, lif og limi, ef rússneska byltingaraldan næði að falla óhindruð yfir löndin. Á þann hátt gátu Mussolini og Hitler komið á fót hinum miklu flokksherjum, sem tryggðu þeim völdin. Fyrsta verlt þessara einvaldsherra í stjórnarsessi var að hanna ekki cinungis allan kommúnisma, heldur einnig allar stefnur, er þeir töldu brjóta í bág við flokkseinræði þeirra. Líka í þessu efni var fylgt fordæmi Lenins og Stalins. Þeir höfðu upprætt efnastéttir Rússlands, en um leið alla sjálfstæða hugsun, hverju nafni sem hún nefndist og hvar sein hennar gætti í landinu. Með þessum hætti hafði öfgastefna Karls Marx og Lenins skapað sitt eigið móteitur. Borgarastéttir landanna höfðu undir ýmsum heitum fundið ráð til að stöðva bylting-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.