Andvari - 01.01.1941, Qupperneq 64
60
Guðmundur Finnbogason
ANDVAIU
Hvort sem slíkt verkefni er fræðimannlegt, bókmenntalegt,
list, iþrótt eða einhvers konar iðn eða smíðar eða eitthvert
starf, þá gefur það lifinu aukið gildi. Allt, sem stendur í sam-
bandi við þetta eftirlætisviðfangsefni, fær meira gildi en
áður, er skoðað frá nýju sjónarmiði. Viðfangsefnið verður
sjónarhóll, sem litazt er um af í allar áttir, og með þeim hætti
fæst margvíslegur fróðleikur og reynsla, sem mundi hafa
farið fyrir ofan garð og neðan, ef ekki hefði verið þetta sér-
staka viðfangsefni. Slík viðfangsefni hef ég leyft mér að
skíra „hugföng“. Ég man eftir því, hve einkennilegt mér þótti
það, er ég las um prófessor Carl Lange, frægan danslcan lækni
og rithöfund. Hann var mjög fjölmenntaður maður, en hafði
þó valið sér sérefni, sem hann stundaði í frístundum sínum-
Það var Afríka. Hann var hverjum manni fróðari um Afríku-
— Ef vér gáum að, þá er það tómstundavinnan, sem haldið
hefur uppi íslenzkri menningu frá öndverðu og fram á vora
daga. Bókmenntir vorar og þjóðleg fræði eru nálega öll unnin
eingöngu í hjáverkum. Hinn andlegi arfur vor er sú vinna,
sem unnin var af ást á verkefninu sjálfu, verk, sem menn
unnu sér til hugarhægðar, en hvorki sér til lofs né frægðar.
Það kom fyrst eftir á. Og ef vér komum upp á þjóðminja-
safnið, verður hið sama uppi á teningnum. Sú list, sem þar er
að sjá, er langmest tómstundavinna.
Það er óneitanlega merkilegt, að nálega liið eina, sem varan-
legt gildi hefur af störfum forfeðra vorra, skuli vera það, sem
þeir unnu í tómstundum sínum, og þó er það skiljanlegt-
Skylduverkin voru til þess að viðhalda lífinu. Þau varð að
vinna, hvort sem mönnum likaði betur eða verr. Hitt voru
óskastörfin, þau sem andinn setti sitt varanlegt mót á. Ver
verðum eflaust einnig í framtíðinni að lifa að miklu leyti a
andlegum afurðum tómstundavinnunnar. Því meiri ástæða er
til að gera sér Ijóst, með hverjum hætti bezt væri hægt að
stuðla að þvi, að sem flestir fyndu eitthvert hugfang, seni
yi'ði þeim þroskavænlegt og komið gæti menningu vorri að
liði. Auðvitað ætti það fyrst og fremst að vera hlutverk skól-