Andvari - 01.01.1941, Blaðsíða 68
ANDVAIU
Málbótastarf
Baldvins Einarssonar.
Eftir Björn Guðfinnsson.
Það eru ekki landkostir og blíðviðri
og gull og silfur og eðalsteinar, sem
gerir l>jóðirnar farsælar og voldugar
og rikar, iieldur það hugarfar eða sá
andi, sem býr i þjóðinnii.
llaldvin Einarsson.
I.
Árið 1770 skipaði danska stjórnin nefnd þriggja manna,
tveggja Dana og eins íslendings, til þess að rannsaka hag
íslenzku þjóðarinnar og gera tillögur til bóta.
Meðal gagna þeirra, er nefndinni bárust, var bréf eitt frá
skólameistaranum i Skálholti, Bjarna Jónssyni, og í því var
kafli, sem er á þessa leið í islenzkri þýðingu: „Ég tel varð-
veizlu íslenzkrar tungu ekki aðeins ónauðsynlega, heldur og
mjög skaðlega. Meðan íslendingar höfðu mál, sem var sanr-
eiginlegt öðrum norrænum þjóðum, voru þeir hvarvetna í
heiðri hafðir og vel metnir. En nú á tímum, þegar tunga þeirra
er orðin öðrum óskiljanleg, eru þeir mjög lítils metnir. Hún
er þeim tálmi í umgengni og skiptum við aðrar þjóðir. Hví
ætti þá að vera að halda i hana? Förum heldur að dæmi Norð-
manna og Færeyinga. Tökum upp dönsku, þar eð vér lútunr
danskri stjórn og höfum mest saman við Dani að sælda".1)
Svo fast var þá sótt að íslenzkri tungu, svo nærri höggvið
íslenzku þjóðerni. Og það var sjálfur skólameistarinn í Skál-
holti, sem hafði forustu í þessari sólcn, en margir embættis-
manna landsins voru sama sinnis, fyrirlitu íslenzka tungu
1) Þjóðskjalasafn A 34, nr. 10.