Andvari - 01.01.1941, Side 74
70
Björn Guðfinnsson
andvahi
má kalla. Hér af leiðir það, að hinir skynugri menn á meðal
almúgans eigi hafa Reykjavík í neinum hávegum, því að þeir
ætla, að þar dafni helzta rótin til alls þess, sem virðist að
vera gagnstætt þjóðarandanum og heldur virðist að spilla en
bæta“. ... „Af öllu þcssu er það auðsætt, að hvorki getur
Reykjavík lífgað föðurlandsást og þjóðaranda fulltrúanna og
eigi aukið þeim álit í augum landsmanna eða eflt trúnað til
þeirra. Hitt er heldur likara, að Reykjavík muni tálma hvoru
tveggja".1)
í formála annars árgangs Ármanns á alþingi víkur Baldvin
nokkrum orðum að ræðu, sem hann lætur Önund flytja:
„Þessi ræða er með vilja gerð svo bjöguð og afkáraleg, að
trautt eða eigi finnist maki. Tilgangurinn er sá, að ef ein-
hverjir kynnu að vera orðnir svo vanir við blending í mál-
inu, 'að þeir eigi auðveldlega vissu, hvort það væri íslenzka
eða danska, sem þeir mæltu, þá skyldu þeir þó verða að sjá,
hversu hraklega ljótt það er að afbaka málið með útlendum
orðum og afskræma það með útlendri orðaröð (stíishætti),
sem á svo illa við íslenzku. Munu og skynsamir menn eigi
kalla það fjarmæli, þó þess sé til getið, að eigi muni málið
orðið betra eftir ein 80 ár á sumum stöðum en í ræðu þessari,
ef því fer eins mikið aftur á þeim eins og á næst undanförn-
um 80 eða 100 ára tíma“.
Vafalaust er það, að Baldvin stóð hinn mesti stuggur af
áhrifum dönskunnar á íslenzku og það var sannfæring hans,
að tungan væri í hinni mestu hættu, enda segir hann í bréfi
til föður síns, þar sem hann talar um dönsku lcaupmennina:
„Þeirra bölv. danska sligar ísland að lokunum."
Baldvin leggur áherzlu á, að íslenzk tunga hafi verið bæði
fullkomin, fögur og hrein, áður en hún spilltist við tilkoniu
dönskunnar. Nú er hún afskræmd og ófögur, þar sem danskan
liefur náð tökum á henni. Svo búið má ekki standa. Það
verður að skíra málm hennar, slá ryðblettina af, svo að hún
nái aftur fornri fegurð og hreinleika. Annað er ósamboðið
1) Ármann IV., 53.—54. bls.