Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1941, Page 74

Andvari - 01.01.1941, Page 74
70 Björn Guðfinnsson andvahi má kalla. Hér af leiðir það, að hinir skynugri menn á meðal almúgans eigi hafa Reykjavík í neinum hávegum, því að þeir ætla, að þar dafni helzta rótin til alls þess, sem virðist að vera gagnstætt þjóðarandanum og heldur virðist að spilla en bæta“. ... „Af öllu þcssu er það auðsætt, að hvorki getur Reykjavík lífgað föðurlandsást og þjóðaranda fulltrúanna og eigi aukið þeim álit í augum landsmanna eða eflt trúnað til þeirra. Hitt er heldur likara, að Reykjavík muni tálma hvoru tveggja".1) í formála annars árgangs Ármanns á alþingi víkur Baldvin nokkrum orðum að ræðu, sem hann lætur Önund flytja: „Þessi ræða er með vilja gerð svo bjöguð og afkáraleg, að trautt eða eigi finnist maki. Tilgangurinn er sá, að ef ein- hverjir kynnu að vera orðnir svo vanir við blending í mál- inu, 'að þeir eigi auðveldlega vissu, hvort það væri íslenzka eða danska, sem þeir mæltu, þá skyldu þeir þó verða að sjá, hversu hraklega ljótt það er að afbaka málið með útlendum orðum og afskræma það með útlendri orðaröð (stíishætti), sem á svo illa við íslenzku. Munu og skynsamir menn eigi kalla það fjarmæli, þó þess sé til getið, að eigi muni málið orðið betra eftir ein 80 ár á sumum stöðum en í ræðu þessari, ef því fer eins mikið aftur á þeim eins og á næst undanförn- um 80 eða 100 ára tíma“. Vafalaust er það, að Baldvin stóð hinn mesti stuggur af áhrifum dönskunnar á íslenzku og það var sannfæring hans, að tungan væri í hinni mestu hættu, enda segir hann í bréfi til föður síns, þar sem hann talar um dönsku lcaupmennina: „Þeirra bölv. danska sligar ísland að lokunum." Baldvin leggur áherzlu á, að íslenzk tunga hafi verið bæði fullkomin, fögur og hrein, áður en hún spilltist við tilkoniu dönskunnar. Nú er hún afskræmd og ófögur, þar sem danskan liefur náð tökum á henni. Svo búið má ekki standa. Það verður að skíra málm hennar, slá ryðblettina af, svo að hún nái aftur fornri fegurð og hreinleika. Annað er ósamboðið 1) Ármann IV., 53.—54. bls.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.