Andvari - 01.01.1941, Page 78
74
Björn Guðfinnsson
andvaM
Stundum rökstyður Baldvún nýyrðasniíð sina neðan máls:
„Að renna (rann) þýðir á meðal annars (intransit.), að fastur
hlutur verði fljótandi, t. d. sijkur rennur i vatni. Þar af vildi
ég leiða aðra merkingu (activa): að renna (impf. renndi) ein-
um ifilut i staðinn fyrir hið danska: að uppleijsa (oplöse)-
Menn finna, að mörg orð eru mynduð á þennan hátt í málinu,
t. d. skiðið rennur (intransit.) og ég renndi skiðinu (transit.),
ég brenn, brann (intransit.) og ég brenni, brenndi (transit.)-
Hér af vil ég aftur leiða rennsli fyrir það danska Oplösning,
t. d. húsblasrennsZi í staðinn fyrir húsblas upplegsing“A)
Mörg nýyrða Baldvins hafa festst í málinu og sórna sér þar
vel, en önnur hafa týnzt, eins og gengur. Af þeim, sem glat-
azt hafa, sé ég mest eftir áhrifssögninni að renna (oplöse)-
Ættu íslendingar nú að sýna Baldvin þann sóma og íslenzkn
tungu þá rækt að talca þessa tillögu hans til greina. Æskilegt
væri hins vegar að nota renni (lik.) í staðinn fyrir rennsb
(Oplösning).
Af því, sem nú hefur verið sagt, er augljóst, að Baldvin leit'
aðist við að vera öðrum fyrirmynd um meðferð íslenzks máls-
Iín það nægði honum ekki. Hann vissi, sem var, að málhreinsun
verður ekki framkvæmd með þvi einu, að nokkrir menn tah ot,
riti vel. Aðrir hafa slikt að engu og halda áfram að spilla inál'
inu, nema gripið sé til annarra ráða. Önundur, fulltrúi mál-
spillingarinnar, er svo forhertur, að hann „þykist af því‘
tala dönskuliroða og kveðst vera „saagot som halvdansk“. »^3
bryðer mig ekke um sprokið“, segir hann, „en ég vil gera heil*1
landið hádanskt, því þá gætu menn gert alla hluti. Ég foragtn
ísland með liv og sjæl“.2 3) Hann vill „ekkert lesa í íslenzkn
máli. Þetta tungumál er svo dónalegt, að það ætti slétt ekki a
liafa það, en danska og franska ættu alls staðar að talast •
Hann vill „slétt ekki læra að lesa íslenzku“, en leggur áherz n
á, að íslendingar læri „að stafa upp á dönsku“. Slíkur var hugs
1) Ármann III., 182.—183. bls.
2) Ármann III., 15. bls.
3) Ármann IV., 82. bls.