Andvari - 01.01.1941, Page 87
ANDVARI
Nokkrar rannsóknir á náttúru landsins
83
Alcranes er einnig víða mjög góður mór. í Rangárvalla- og
Árnessýslu er mikill mór, en víða mjög öskumikill, enda er
þ:ið ekki furða, því að mikið öskufall hefur oft orðið í þessum
héruðum.
Veturinn 1939—1940 tók Sigurlinni Pétursson að sér að
smíða tvær móeltivélar fyrir rannsóknaráðið. Var önnur
miðuð við 10 tonna afköst á dag, en hin var fyrir hestdrátt
og átti að vinna um 1 tonn á dag. Vél þessi komst aldrei i
vinnuhæft ástand, en unnið var með 10 tonna vélinni austur í
Ólfusi síðastliðið sumar. Voru gerðar á vélinni allmildar
hreytingar, og stendur hún enn til bóta.
Síðastliðið sumar var hér unninn eltimór með 10 vélum,
svo að mér sé kunnugt um. Hafði Sigurlinni Pétursson smíðað
margar þeirra, og voru þær allar af svipaðri gerð. Má segja,
að árangur af þessari vinnslu hafi ekki verið glæsilegur, þvi
að mórinn varð allmiklu dýrari en hann mátti vera, ef hann
átti að verða samkeppnisfær við kol og reksturinn hefði átt
að borga sig. Má þó að miklu leyti kenna þetta byrjunarörðug-
leikum samfara óvenjulega mikilli óþurrkatíð. Bendir margt
til þess, að rekstur þessi eigi að geta borið sig þar, sem stað-
hættir eru góðir, þegar byrjunarörðugleikarnir eru yfirunnir,
enda engin ástæða til þess að ætla, að eltimóvinnsla geti síður
borið sig hér en í nágrannalöndum okkar, þar sem annar
eldiviður er þó víða töluvert ódýrari en hér. — Enda þótt að-
stæður séu nú mjög breyttar frá því, sem var, þegar mál þetta
var tekið upp skömmu fyrir stríðið og atvinnuleysi og gjald-
eyrisvandræði voru stærsti þátturinn í því, að hafizt yrði
handa, mun þó í sumar verða haldið áfram vinnslu á nokkr-
um stöðum, og fæst þá væntanlega úr því skorið, hvort
vinnslan getur borið sig með þeim aðferðum, sem um er að
íæða.
Við eltinguna er mórinn tættur sundur, lionum blandað og
hann síðan pressaður saman. Við þetta verður hann fyrirferð-
arminni, fastur í sér og ryklítill. Þar, sem eltimórinn á annað
borð þornaði sæmilega, hefur hann reynzt ágætt eldsneyti í
niiðstöðvar og eldavélar og miklu betri en sami mór óeltur.