Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1941, Page 95

Andvari - 01.01.1941, Page 95
ANDVAIU Nokkrar rannsóknir á náttúru landsins 91 hreinum brúnjárnsteini er járnmagnið um 60%. Aðstaða til vinnslu verður að teljast mjög góð, molabergslagið, sem járn- steinninn er í, verður að teljast auðbrotið, og engin hætta á, að þak eða gólf námuganganna bili. Fjarlægð til sjávar er hvergi mikið yfir einn km og hafnarskilyrði ágæt sem kunn- ugt er. Hins vegar er meðaljárninnihaldið í lögunum sem lteild tekið aðeins 11,2%, og er þetía of lítið til þess, að hægt sé að byggja ó þvi vinnslu. Járnauðugasta lagið inniheldur hins vegar 42,9% af hreinu járni, eða 429 kg i hverju tonni af járnsteini. Væri ákjósanlegast að brjóta aðeins þetta lag, en það er, eins og áður er sagt, mjög þunnt og óvíst, hve magn þess er mikið. Væri nauðsynlegt að rannsalca frekar útbreiðslu lagsins og frekari efnasamsetningu, áður en hugsað væri til vinnslu þess. Þá væri- og æskilegt, að ráðizt væri í að brjóta dálítið af laginu og það sent utan til hreinsunar. Það væri mikils virði að öðlast hagnýta reynslu á nothæfi hins íslenzka járns. Hún gæti leitt í Ijós atriði, ókosti, en engu að síður kosti, sem dyljast við liina fræðilegu rannsókn. Kalksandur. Á Vestfjörðum hef ég athugað kalksand á 17 stöðum: 1. Rauðasandur, 2. Látravík, 3. Breiðavík, 4. Kollsvík, 5. og 6. Örlygssandur og Sandoddi við Patrelcsfjörð, 7. og 8. Sveinseyri og Sellátrar við Tálknafjörð, 9.—12. Selárdalur, Fífustaðadalur, Hólssandur, Bakkasandur og Kvestusandur við Arnarfjörð, 13. og 14. Sveinseyri og Mýramelar við Dýra- fjörð, 15. og 16. Ingjaldssandur og Holtssandur við Önundar- fjörð og 17. Sveinseyri við Súgandafjörð. Rauðasandur er mestur þessara sandfláka. Næstir í röðinni eru Sandoddi við Patreksfjörð og Holtssandur við Önundar- fjörð. Sakir hafnleysis mun Rauðasandur elcki geta talizt álit- legur til vinnslu. Um Patreksfjarðarsandinn hef ég áður gefið ýtarlega skýrslu, og verður því ekki rætt um hann hér.1) Að undanteknum Holtssandi munu hinir allir vera of litlir til þess að geta komið til greina við sementsvinnslu, nema þá sem álitlegir forðar, sem grípa mætti til einhvern tíma síðar. 1) Fylgislijal nieð áætlun um sementsverksmiðju á íslandi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.