Andvari - 01.01.1941, Síða 95
ANDVAIU
Nokkrar rannsóknir á náttúru landsins
91
hreinum brúnjárnsteini er járnmagnið um 60%. Aðstaða til
vinnslu verður að teljast mjög góð, molabergslagið, sem járn-
steinninn er í, verður að teljast auðbrotið, og engin hætta á,
að þak eða gólf námuganganna bili. Fjarlægð til sjávar er
hvergi mikið yfir einn km og hafnarskilyrði ágæt sem kunn-
ugt er. Hins vegar er meðaljárninnihaldið í lögunum sem
lteild tekið aðeins 11,2%, og er þetía of lítið til þess, að hægt
sé að byggja ó þvi vinnslu. Járnauðugasta lagið inniheldur
hins vegar 42,9% af hreinu járni, eða 429 kg i hverju tonni af
járnsteini. Væri ákjósanlegast að brjóta aðeins þetta lag, en
það er, eins og áður er sagt, mjög þunnt og óvíst, hve magn
þess er mikið. Væri nauðsynlegt að rannsalca frekar útbreiðslu
lagsins og frekari efnasamsetningu, áður en hugsað væri til
vinnslu þess. Þá væri- og æskilegt, að ráðizt væri í að brjóta
dálítið af laginu og það sent utan til hreinsunar. Það væri
mikils virði að öðlast hagnýta reynslu á nothæfi hins íslenzka
járns. Hún gæti leitt í Ijós atriði, ókosti, en engu að síður
kosti, sem dyljast við liina fræðilegu rannsókn.
Kalksandur. Á Vestfjörðum hef ég athugað kalksand á 17
stöðum: 1. Rauðasandur, 2. Látravík, 3. Breiðavík, 4. Kollsvík,
5. og 6. Örlygssandur og Sandoddi við Patrelcsfjörð, 7. og 8.
Sveinseyri og Sellátrar við Tálknafjörð, 9.—12. Selárdalur,
Fífustaðadalur, Hólssandur, Bakkasandur og Kvestusandur
við Arnarfjörð, 13. og 14. Sveinseyri og Mýramelar við Dýra-
fjörð, 15. og 16. Ingjaldssandur og Holtssandur við Önundar-
fjörð og 17. Sveinseyri við Súgandafjörð.
Rauðasandur er mestur þessara sandfláka. Næstir í röðinni
eru Sandoddi við Patreksfjörð og Holtssandur við Önundar-
fjörð. Sakir hafnleysis mun Rauðasandur elcki geta talizt álit-
legur til vinnslu. Um Patreksfjarðarsandinn hef ég áður gefið
ýtarlega skýrslu, og verður því ekki rætt um hann hér.1) Að
undanteknum Holtssandi munu hinir allir vera of litlir til
þess að geta komið til greina við sementsvinnslu, nema þá
sem álitlegir forðar, sem grípa mætti til einhvern tíma síðar.
1) Fylgislijal nieð áætlun um sementsverksmiðju á íslandi.