Andvari - 01.01.1941, Page 101
ANDVAHl
Nokkrar rannsóknir á náttúru landsins
97
Nokkur rannsóknarefni, sem vinna þarf að hið Itráðasta, til
þess að skapa grundvoll undir íslenzka áveitufræði:
1. Fylgjast þarf með gróðrinum enn um sinn, því að ekki
er hægt að vænta þess, að öllum gróðurbreytingum sé
lokið.
2. Rannsaka þarf jarðveg Flóans, efnasamsetningu hans og
einkum jarðvegssúrinn og fylgjast með, hvort breytingar
verða á þessu, er fram líða stundir. Einnig hver áhrif
slíkar efnabreytingar hafa á gróðurfarið. Þá þarf einnig
að rannsaka áveituvatnið og hver áhrif það hefur á stein-
efnaforða landsins.
3. Áveitutilraunir. Þar þarf að rannsaka um valnsdýpt,
áveitutíma og hitastig áveituvatnsins og fylgjast jafnframt
með nákvæmlega, hver uppskera fæst af því landi, sem
rannsakað er. Enn hefur engin athugun verið gerð á því,
hvern vaxtarauka áveitan hefur gefið.
4. Fróðlegt væri að gera tilraunir með ræktun gulstarar í
áveitulöndunum, þar sem sýnt er, að hún fer hvarvetna
vaxandi, þar sem hún er fyrir. Mætti bæði reyna að afla
fræs og lireiða hana út með sáningu, sem þó mun nokkr-
um erfiðleikum bundið, með því að fræþroskun hennar
mun vera lítil. En ekki væri frágangssök að reyna að
fjölga henni nokkuð með rótarsprotum á nokkrum stöð-
um og sjá, hvort það gæfi árangur.
IV. Rannsókn á lifnaðarháttum æðarfuglsins.
Dr. Finnur Guðmundsson fór norður að Bæ í Hrútafirði og
gerði ýtarlega rannsókn á lifnaðarháttum æðarfuglsins, sér-
staklega með það fyrir augum að grafast fyrir ástæðurnar til
fækkunar fuglsins á síðari árum og möguleika til aukningar
æðarvarps.
Rannsóknir þessar hafa ótvírætt leitt jiað í ljós, að veiði-
bjallan á mjög mikinn þátt í eyðingu fuglsins. Á siðasta Al-
þingi voru sctt lög til eyðingar veiðibjöllu. Þótt skoðanir liafi