Andvari - 01.01.1933, Blaðsíða 18
14
Klemens Jónsson ráðherra.
Andvari
Andvari 1916. Fjárhagsstjórn íslands 1875—1915, And-
vari 1917. Tryggvi Gunnarsson, Andvari 1918. 'í'ms at-
riði úr Reykjavíkurlífinu fyrir 40 árum, Skírnir 1913,
Pereatið 1850, Skírnir 1914. Jón Sigurðsson sem stjórn-
málamaður, Skírnir 1911. Lögmannsdæmi Eggerts
Ólafssonar, Skírnir 1911. Hvenær er Jón Arason
fæddur? Skírnir 1920 og 1924: Alþingi 1903, Skírnir
1930. Handbók fyrir hreppsnefndarmenn, Lögfræðingur
I.—II. Ak. 1897—1898. Dómstólar og réttarfar, Lög-
fræðingur IV.—V., Ak. 1900—1901. Frá Grimi Ólafs-
syni, Blanda I. Úr Reykjavíkurlífinu, Blanda II. Ein-
kennilegt fólk, Ðlanda II.
Enn fremur samdi Klemens Símamálið og símasamn-
ingurinn eldri, í minningarriti landssíma íslands 1926.
Síðustu ár æfinnar fekkst Klemens við að semja
sögu Akureyrar. Ekki hefir sú bók enn verið prentuð,
enda mun henni ekki hafa verið að fullu lokið, er
Klemens andaðist.
Enn fremur þýddi hann nokkrar útlendar skáldsögur
á íslenzku.
Nálega allt, sem Klemens skrifaði um sögu íslands
og ættfræði, er samið eftir óprentuðum heimildum. Rann-
sóknir hans á handritum og embættisskjölum voru víð-
tækar og yfirgripsmiklar, og hafa því hið mesta gildi
fyrir sagnaritun vora. Það munu verða margir rithöf-
undar, sem byggja rit sín, að meira eða minna leyti,
á rannsóknum, er Klemens hefir gert.
Varla hefir nokkur maður haft jafnmikla þekkingu á
embættisbókum 19. aldarinnar og Klemens, og fáir hafa
staðið honum framar í ættfræði. Með ritum sínum og
rannsóknum hefir hann reist sér traustan minnisvarða
á sviði íslenzkrar fræðimennsku.