Andvari - 01.01.1933, Blaðsíða 77
Ancivar:
Á Arnaruafnsheiði.
73
hánætur í Iogni og heiðríkju. Það var 1882. Kom þá
fyrst sumarveður um haustið og stóð jörð í blóma fram
yfir veturnætur. Þá fyrst fór berjavísir að sjást í Stranda-
síslu, eftir því sem þaðan var skrifað af síra Bjarna
Sigvaldasyni á Stað í Steingrímsfirði. Fjórum árum síðar
Sekk ég á ísum yfir Sesseljuvík á Arnarvatni 25. júnf.
^ar þá að eins ein lítil vök í það stóra vatn. í þá vök
homust ein tvö net; ekki var hún stærri en það. En
næsta dag, 26. júní, var þessi vök lokuð af nýjum ís. Eg
Set þessa hér, því að slíkt er fádæmi, ef ekki einsdæmi,
enda skeði þetta á einu því sumri, sem kaldast er talið
frá því að veðurathuganir byrjuðu hér á landi. Það hefir
’íka skeð, að öll heiðarvötnin voru íslaus snemma á
einmánuði.
Þótt ég kunni nokkrar sögur um aftakaveður, sem
haaði ég og aðrir hafa lent í á Arnarvatnsheiði, þá ætla
eS ekki að skrifa neitt um þau í þetta erindi, en þess
er ástæða að geta, að af öllum þeim fjölda manna, sem
har hafa hreppt stórhríðar og foraðsveður, hefir enginn
®aður misst þar lífið af kulda, svo að sögur fari af nú
? seinni öldum. Það er eins og á heiði þessari hafi
lafnan vakað þær heilladísir, sem vernda bæði frá villu
°S slysum. í mínu ungdæmi var það altítt, að menn
hæði að sunnan og norðan færu aleinir yfir Tvídægru
! frosti og fannalögum um hávetur. Var það einkum,
hegar sjúkdóma bar að höndum og menn flúðu á náðir
heirra manna, sem fengust við lækningar, þótt ólærðir
^®ru. Hitt var líka almennt, að hópar sjómanna lögðu
3 hessar heiðar um miðjan vetur. Við slíkar fjallaferðir
hroskuðust menn óvenjuvel í þeirri list að halda réttri
s*efnu, þótt hvorki sæist til himins né jarðar. Gátu
sumir líkzt meir hestum og hundum í þeim efnum, held*
Ur en því sem algengast er um menn. Að eins veit ég