Andvari - 01.01.1933, Blaðsíða 84
80 Á Arnarvatnsheiði. Andvari
eru þar wíst, sem aldrei hafa borið fyrir augu manna,
og enn aðrir, sem aftur hafa tínzt, sem fundizt hafa
íyrr á öldum.
Nú hefir hraun þetta verið kannað á nokkrum stöð-
um, með það fyrir augum að afstýra því, að sauðfé
líði þar eins hörmulegan dauðdaga og oft hefir komið
fyrir, þegar það hefir hópum saman soltið í hel í hol-
um, sem þar eru grasivaxnar og girnilegar, en um leið
þær gildrur, sem engri skepnu sleppa, sem ofan í þær
fer. Þessum ljótu hættum hefir mikið verið fækkað með
því að hlaða einstigi upp úr þeim. Er vert að geta
þess, með þökk og aðdáun, er hópur ungra manna úr
Reykjavík vann að því síðastliðið sumar sem sjálfboðar
að hlaða þar upp úr sextíu hættulegum gjám. Þessir
góðu drengir, sem eru af flokki skáta, eru þess verðir,
að þeirra sé vinsamlega minnzt sem fyrirmyndarmanna.
Þegar ég lít yfir þetta erindi, finn ég bezt að fátt
eitt er sagt, sem vert væri að minnast. Þó má vera, að
það leiði hugi einhverra, er það lesa, til hinna hreintf
og fögru fjalla, sem eiga sinn góða þátt í því að lypta
sálum manna til hins helga og háa.
Kristleifur Þorsteinsson.
Efnisskrá:
Bls.
Klemens Jónsson ráöherra (með mynd). Æviágrip eftir
mag. Hallgrím bóhavörð Hallgrímsson............... 3 ^
Fiskirannsóhnir 1931—1932, skýrsla til stjórnarráðsins.
Eftir Dr. Bjarna fiskifræðing Saemundsson........ 17 ^4
A Arnarvatnsheiði. Eftir Kristleif Þorsteinsson á Kroppi 65--80