Andvari - 01.01.1933, Blaðsíða 81
■Andvari
Á Arnarvatnsheiöi.
77
föstudaginn í 22. viku sumars mætast Sunnlendingar
°2 Vatnsdælir í Fljótadrögum og hafa þar sameiginlegt
náttból í tjöldum sínum. Eiga ýmsir minningar um glað-
værar kvöldstundir frá þeim gististað, þar sem ungir
wenn sýna listir sínar og leiki og verða allir eins og
bræður. Það er oft fljótlegt að kynnast á fjöllum. Næsta
^a2 mætast Borgíirðingar og Húnvetningar í Réttar-
vatnstanga með það fé, sem safnazt hefir úr Fljótadrög-
um- Hjálpast allir að því að skipta fé eftir mörkum
m*Hi héraðanna. Þar hefir jafnan verið sátt og samlyndi.
Margir unglingar hlakka til þess, að verða það að manni,
að teljast hlutgengir í heiðarleif, en til þess þurfa þeir
að hafa náð fjórtán ára aldri og vera hraustir og vel
u|búnir. Og flesta mun langa aftur í Fljótadrög, sem
«mu sinni hafa komið þangað í björtu og blíðu haust-
veðri. Það er gott dæmi um hið dularfulla aðdráttarafl
bessara háu heiða, að einn merkur íslendingur vestan
bafs: Ásmundur Jóhannsson frá Haugi í Miðfirði hefir
þrívegis komið heim, og meðal annars til þess að
r,fja upp æskuminningarnar á Arnarvatnsheiði. Hefir
bann þá farið í leitirnar fyrir einhverja af sínum fornu
sveitungum. Ásmundur er húsasmiður og fasteignasali,
lalinn einhver fjáðasti íslendingur vestan hafs og mikils-
virtur maður. En þessi fjárhagslega velsæld hefir ekki
^regið meiri hulu yfir æskuminningar hans um heiða-
^ýrðina heima. Og hann lætur sér enga læging þykja
að vera enn í hópi húnvetnskra leitardrengja.
Ég hefi nú lýst hér Arnarvatnsheiði, einkum frá þeirri
biiðinni, sem hún er nokkurs konar töfraheimur og ævin-
iýraland, þar sem ég gæti vel trúað að hollvættir stæðu
á hverju leiti. En fyrir hinu kann ég enga grein að
9era, hvað miklir möguleikar til fjárhagsbóta felast þar
b*ði í landi og legi, því að þótt mikill fjöldi sauðfjár og