Andvari - 01.01.1933, Blaðsíða 70
66
Á Arnarvatnsheiði.
Andvari
þangað í anda og segja ykkur til vegar neðan úr byggð
og alla leið þangað, sem Jónas Hallgrímsson undi sér
bezt, efst á Arnarvatnshæðum. Þegar þangað er komið,
má benda á hið tignarlega útsýni og segja marga við-
burði, sem þar hafa gerzt á ýmsum öldum. Samt verður
það fátt eitt af öllu því, sem segja mætti um þenna
merkilega landshluta, sem kemst að í einu stuttu erindi.
Margar sagnir um heiði þessa eru líka skráðar og
þjóðkunnar, sem ekki er þörf að endurtaka hér.
Allt fram á síðustu áratugi 19. aldar, frá því í forn-
öld, var fjölfarinn vegur um Arnarvatnshæðir. Þingey-
ingar, Eyfirðingar, Skagfirðingar og nokkur hluli Hún-
vetninga, sem til Suðurlands fóru, áttu leið um Arnar-
vantshæðir. Þá sömu leið fór lika kaupafólk af Suður-
landi, sem leitaði sér atvinnu í Norðurlandi. Nú er
öllum slíkum ferðum lokið- Ferðasögurnar Hka flestar
gleymdar. Svo að segja einu minningar um þær ferðir
eru erindi þau, sem skáldin hafa stundum varpað fram,
er þau riðu um þessar óraleiðir. Margt af því hafa nú
aðeins verið dægurflugur, en vísa Kristjáns Jónssonar,
er hann kvað á Sandi, og kvæði Jónasar á Arnarvatns-
hæðum, eiga sér þó langan aldur.
Allur hinn víðáttumikli hálendisfláki, sem liggur á millÉ
Húnavatnssýslu og Borgarfjarðar, er yfir að líta ein
heiði, því að hvergi er því landi deilt í sundur af ám eða
fjöllum. Landamerki milli Suður- og Norðurlands voru
því sem næst um heiðina miðja, þannig, að af merkja-
línu var lík vegalengd til byggða, suður og norður.
Kalmanstunga átti Arnarvatnsheiði, sem var í Sunnlend-
ingafjórðungi, en norðan megin tóku við Núpdalsheiði,
Víðidalstunguheiði og Grímstunguheiði. Allt eru þetta
óaðgreind afréttaflæmi. Vestast taka við heiðalönd Hvít-
síðinga, Þverhlíðinga, Stafhyltinga og Norðdælinga, sem