Andvari - 01.01.1933, Blaðsíða 51
Aadvari
Fiskirannsóknir.
47
eíasamf þykir mér, að þefta hafi verið regluleg rauðáta
(Calanus); tel líklegra, að það hafi verið augnasíli Rhoda),
ögn (Mysis) eða eitthvað af því tæi (sbr. bls. 39).
Á leiðinni heim frá Siglufirði var komið við á mörg-
“m stöðum. Um miðsumarsleytið sáust stórar síldar-
torfur vestan við utanverðan Skaga, en aðeins eitt mótor-
skip var þar að veiðum. — Úti fyrir Blönduósi var
wikið grugg úr Blöndu, eins og vant er, en við tak-
*iörk þess og tæra sjávarins fyrir utan »fiskuðu« nokk-
arar kríur í ákafa; get ég mér til, að það hafi verið
aíldarseiði (á 1. ári), sem krían hafi fyrst getað séð, þar
sem þau komu út undan grugginu. Á Miðfirði fiskuðu
kka mikil kríuger (síldarseiði ?) í óða önn.
Á Vestfjörðum var viðstaðan alstaðar mjög stutt, eða
aÖ nóttu til, svo að ekki var auðið að athuga margt. —
^ leiðinni inn til Flateyjar var farið svo nærri hinni
íornfrægu verstöð, Oddbjarnarskeri, að ég gat séð það
^ kíki mínum) eins og rétt við, og naut þar upplýsinga
Snæbjarnar Kristjánssonar frá Hergilsey; hann var með
a skipinu. Ég hafði aldrei séð skerið nærri áður. Það
«r lágt og kollótt og að mestu vaxið melgresi, sem er
®legið. Er það því all-ólíkt öðrum Breiðafjarðarskerjum,
•em tíðast eru gróðurlitlir eða gróðurlausir klettar. Þó
eru í kringum það nokkur smásker.
C. Dvöl á Patreksfirði.
Ég gat þess á bls. 6, að ég hefði verið á »Dönu«
hl Patreksfjarðar í sumar er leið, og dvalið þar viku-
tínra. Hafði ég ekki komið þangað til dvalar síðan 1915
(sjá skýrslu 1915—16) og var nú orðin æði mikil breyt-
,n9 á. Þá gengu þaðan 13 seglskip, 5 mótorbátar og
9 róðrarbátar, en nú eru seglskipin, sem flest höfðu
(engið í sig mótor, flest úr sögunni og í þeirra stað