Andvari - 01.01.1933, Blaðsíða 23
Andvari
Fiskirannsóknir.
19
endurfengnum merkjum, skrásetur þau og kemur þeim
«1 síðustu skila. Þessar merkingar féllu niður vertíðina
1930, því að þá var gamli »Þór« úr sögunni, en vetur-
inn 1931 var komið skip í staðinn fyrir hann, regluleg-
ur togari, nefndur »Þór«, eftir hinum, og var nú enn
hægara um vik, að ná í fisk til merkingar, þar sem
þetta skip hafði miklu stærri og veiðnari vörpu en hitt.
Voru nú merkingarnar teknar upp aftur, undir stjórn
sama foringja og áður, og framkvæmdar bæði í apríl
1931 og 1932, aðallega í nánd við Vestmanneyjar og
á austanverðum Selvogsbanka. Voru merkt hvort ár
fúml. 1200 af þorski og hefir þó nokkuð endurveiðst af
þeim fiski. Sem þakklætisvott fyrir vel unnið verk, sendi
próf. Schmidt þeim mönnum á »Þór«, er mest unnu að
Qierkingunum, dálitla fjárupphæð (500 kr. danskar)
Síðustu tvö sumur hefir rannsóknaskipið »Dana«
verið hér við land til rannsókna, eins og áður er vikið
að, og fór héðan yfir undir Grænland í bæði skiftin.
Var ég á henni í Faxaflóa, yfir til Grænlands og svo
norður fyrir land 1931 og í Faxaflóa og norður með
vesturströndinni til Patreksfjarðar 1932.
Síðastliðið ár sendu Danir hingað engan mann til
þess að safna gögnum til aldursrannsókna á þorski vor
Qg sumar, eins og þeir höfðu gert 1931, enda hefir ís-
lenzkur maður á vegum Fiskifélags íslands, mag. Árni
Friðriksson, tekið þær rannsóknir að sér, ásamt ýmsum
öðrum rannsóknum á lífsháttum þorsks og síldar, sem
hunnugt er.
Rannsóknarstörf mín heima fyrir hafa, líkt og árin tvð
áður, aðallega snúist um það, að athuga fisk þann, sem
borist hefir á markaðinn í Reykjavík. sumpart á bátum
ár Reykjavík, sumpart á bátum af Akranesi, úr Kefla-
vík eða lengra að, á bílum, frá Sandgerði, úr Höfnum,