Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1933, Side 52

Andvari - 01.01.1933, Side 52
46 Fiskirannsóknir. Andvarí komnir 2 fogarar, hinn fyrri 1926, hinn síðari nú í hausf, og er það Olafur Jóhannesson, konsúll, sem á þessi skip. Missti hann fyrsta togarann (»Leikni«) í fyrra, keypti í hans stað togarann »Gylfa« og bætti svo við sig í haust er leið togaranum »Ara«. Er það gleðilegt, að Olafur hefir séð sér fært að færa út kvíarnar, því að atvinnubót sú, er þetta veitir, er mjög aðkallandi fyrir kauptúnið, og vottur þess, að togaraútgerð geti borið sig þarna, ekki sízt ef skipin eru fleiri, því að fáir staðir hér á landi munu hentugri fyrir togaraútgerð en Patreksfjörður (Eyrarnar, sbr. skýrslu 1915—16, bls. 79). Fyrst og fremst er fjörðurinn auðfundinn, þegar komið er af hafi, og hreinn, eins og Vestfirðir yfirleitt, og skipalagi gott við Eyrarnar. Við það bætist, að Vatn- eyri er ein af beztu eyrum landsins til þess að leggja fisk á land og verka hann. Aðdýpi er svo mikið við eyraroddann, að bryggjur geta verið mjög stuttar (út frá landi), þó að við þær geti lagst stórir togarar og flutningaskip. Ut frá bryggjunum liggja út um alla eyr- ina svo víðáttumiklir, svo að segja sjálfgerðir, fiskreitir, að þar má, með lítilli lagfæringu, þurka í einu fisk af 4—5 togurum. Þar við bætist gnægð af góðu vatni og auðveld afgreiðsla skipa, auk þess sem nóg pláss er fyrir stór geymsluhús, fiskverkunarhús, vélasmiðjur o. fl., eins og þegar eru risin þar upp. Við allt þetta bætist svo lega staðarins gagnvart fiskimiðum landsins. Úti fyrir eru ágæt togaramið, og hérumbil jafnlangt að sækja í Djúpál og Kolluál, í Jökuldjúp og á Hala eða Strandagrunn, á Selvogsbanka og Skagagrunn, en til SA-lands-(Hvalbaks-)miðanna er lítið lengra frá Patreks- firði norðan um land, en frá Reykjavík sunnan um land; Sést af öllu þessu, að staðurinn er svo vel settur gagn- vart beztu togaramiðum landsins, að varla er nokkur

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.