Andvari - 01.01.1933, Blaðsíða 64
60
Fiskirannsóknir.
Andvarc
ber varð ég hvorki var við hvali á ieiðinni út (o: á
svæðinu fyrir austan Vestmanneyjar og út úr landssýn,
þar sem farið var í birtu), né utan (úr miðjum Eyrar-
bakkabug til Reykjavíkur).
Á ferðum mínum á »SkaIIagrími« þessi ár sá ég að-
eins 1 hval, sem mér virtist vera hrefna, á Holku-
grunni, 22. maí 1931, enda þótt þær ferðir lægju um
svið, þar sem búast mátti við stórhvelum, o: við brúnir
landgrunnsins, en skipverjar sáu nokkur smáhveli (höfr-
unga?) á Dritvíkurgrunni 8. maí síðastl.
14. júlí 1931 sá ég af »Dönu« 1 hrefnu í Jökul-
djúpi og næsta dag 2 háhyrnur ca 85 sjóm. NV af
Bjargtöngum, en á leiðinni heim frá >Dönu< fekk ég
ýmislegt að vita um mjaldurinn við Barðaströndina (sjá
Náttúrufræðinginn, II. bls. 97). 18. júlí 1932 sá ég 1
hval (hrefnu?) í Jökuldjúpi, af »Dönu«, á leið til Pat-
reksfjarðar; annars sá ég engan hval í þeirri ferð, hvorki
heiman né heim, en ÓI. Þórarinsson á Geirseyri sagði
mér, að hvalavaða hefði komið þar inn á fjörðinn í vor
er leið; eftir lýsingunni virtust það hafa verið marsvín.
Samfara hinni miklu síld, sem gekk í Austfirði haustið
1931, var ekkert af hvölum, að því er mér var sagt af
kunnugum mönnum, nema eitthvað af hrefnu á Norð-
firði, en reyðarhvalir sáust óvenju margir suður með
fjörðunum í sumar er leið.
Þetta er allt það sem ég hefi séð eða spurt til hvala
þessi ár, en það gefur eðlilega litla hugmynd um hvala-
mergðina hér við land. Hvölum hefir eflaust fjölgað
nokkuð hér hin síðari ár, vegna friðunarinnar, og afli
norska hvalveiðaskipsins, sem lá hér í Faxaflóa síðastl.
sumar, frá miðjum ágúst og fram til septemberloka og
veiddi að sögn 291 hval hér við land og vestur um
Grænlandshaf, sýnir, að slangur hlýtur að vera hér af