Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1933, Side 22

Andvari - 01.01.1933, Side 22
ÍS Fiskirannsóknir Andvari þessara dýra og hvergi hefir áður verið birt á íslenzku. Má því líta svo á, að þetta rit sé íslenzkum sjóveiðum yfirleitt alls ekki óviðkomandi. — Af öðrum ritstörfum mínum þessi ár get ég nefnt, að ég samdi, samkvæmt beiðni útgefandans, próf. joubin í París, lýsingu, á frönsku, á 14 íslenzkum fiskum, í rit, sem nefnist Faune ichthyo- Jogique de l’Atlantique Nord; eru það ágætar myndir og stuttar lýsingar á öllum sjófiskum við þær strendur Ev- rópu, er liggja að Norður-Atlantshafi, ásamt aðalatriðun- um í líffræði þeirra, eftir fiskifræðinga flestra þeirra landa, er hlut eiga að máli, Auk þessa hefi ég, eins og undanfarið, gefið stutta skýrslu um ísrek við Grænland og ísland í >Ægi< (alls 13), sagt frá rannsóknum »Dönu« hér við land sumurin 1931 og 1932 í sama blaði og frá ferð minni á >Skallagrími« til djúpmiðanna (>Hvalsbaks«) úti fyrir Suður-Múlasýslu 1930 í >Lesbók Morgunblaðsins* 13.—24. apríl 1932. Samvinna mín við Dani jókst aftur þessi ár. Hinn góði árangur af merkingum á þorski við Grænland, þar sem fleiri og fleiri þorskar, merktir við SV-Grænland, veiddust hér við land, varð til þess, að próf. Schmidt óskaði að fá þorsk merktan hér við suðurströndina um hrygningartímann. Var byrjað á því, að fengnu samþykki stjórnarráðsins, á varðskipinu »Þór« í aprílmánuði 1929, eins og getið var um í síðustu skýrslu. Stóð skipið vel að vígi, þar sem það var útbúið með lítilli botnvörpu til þorskveiða, og bæði foringi skipsins, Eiríkur Kristófers- son, og þeir af skipshöfninni, sem að verkinu unnu, gerðu það með fúsum vilja og — að því er séð verður, með mjög góðri útkomu. Danir lögðu til merkin og greiða skilalaun fyrir þau, enda eru merkingarnar gerðar á þeirra ábyrgð. Ég hefi séð um framkvæmd á þessum merkingum, en Fiskifélag íslands tók og tekur á móti

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.