Andvari - 01.01.1938, Side 7
Andvari
Jón Þorláksson.
]ón Þorláksson er einn þeirra manna, sem fram koma
j byrjun viðreisnartímabilsins, sem hófst eftir heimflutn-
ln9 stjórnarinnar í ársbyrjun 1904, og hafa látið eftir
S19 varanleg spor í íslenzku þjóðlífi, og er hann þar í
fremstu röð,
Hann var Húnvetningur að ætt, fæddur í Vestur-
hópshólum 3. marz 1877, sonur Þorláks bónda Þorláks-
sonar og Margrétar Jónsdóttur, sem lengi bjuggu þar
9óðu búi. Eru gáfumenn og dugnaðarmenn í þeirri ætt.
En margir eru þeir lágir vexti, og svo var einnig um
]ón. En hann varð þrekinn með aldrinum. Hann var
fríður í andliti, svipurinn hreinn, fastur og einarðlegur.
Hann ólst upp hjá foreldrum sínum, og var heimili
beirra bæði vel efnum búið og líka fyrirmynd í reglu-
semi, að kunnugra manna sögn. Fjögur börn þeirra
Hónanna náðu fullorðinsaldri, bræður tveir, Jón og Magn-
Us> bóndi á Blikastöðum í Mosfellssveit, gagnfræðingur
Flensborgarskóla og nam síðan búfræði í Noregi,
alkunnur dugnaðarmaður og framfaramaður, og systur
lVaer, Sigurbjörg kennslukona, sem mikil afskipti hafði
barnauppeldismálum hér í Reykjavík, dáin fyrir nokkr-
Uln árum, og Björg, rithöfundur og doctor frá háskól-
anum í París, gift dr. Sigfúsi Blöndal bókaverði í Kaup-
^annahöfn, einnig dáin fyrir nokkrum árum.
Jón kom í Latínuskólann fjórtán ára gamall vorið
Hann bjó á skólaárum sínum hjá Birni Jónssyni