Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1938, Side 14

Andvari - 01.01.1938, Side 14
10 Jón Þorláksson Andvari anir um verkið og réð því, að Gvendarbrunnar voru valdir fyrir valnsból bæjarins. Var síðan danskur verk- fræðingur, Hansen að nafni, fenginn til þess að standa fyrir framkvæmd verksins. ]ón átti einnig sinn þált í því, að hafnargerðin hófst hér, sem Kirk verkfræðingur, danskur maður, stóð fyrir. Þess má einnig geta, að ]ón gekkst á þessum árum fyrir stofnun Baðhúss Reykja- víkur. Hann var yfirleitt á þeim tímum meira eða minna viðriðinn flest verkleg fyrirtæki hér í bænum. Þegar ráð- izt var í stofnun Eimskipafélags íslands, nokkrum árum síðar, var hann kosinn í stjórn þess. Hann var sívinn- andi, skrifaði mikið um áhugamál sín og var forsvars- maður þeirra á mörgum mannfundum. Sumarið 1905 stofnuðu ýmsir menn í Heimastjórnar- flokknum, bæði þingmenn og utanþingsmenn, tvö blöð, >Lögréttu« í Reykjavík og »Norðra« á Akureyri. ]ón var einn þessara manna. Var hann þegar í byrjun kos- inn í stjórn þess félags, sem gaf »Lögréttu« út, og var í henni alla tíð, meðan félagið gaf blaðið út, eða fram til ársloka 1918, en þá keypti ég blaðið. Mest af því, sem ]ón skrifaði á þessum árum, er að finna í >Lög- réttu«. Honum var annt um gengi blaðsins, og hann var mjög viðfelldinn í samvinnu, enda þótt hann þætti þurr á manninn við ókunnuga. í sambandi við afskipti hans af á blaðamennskunni má geta þess, að árið 1912 mynduð- um við tveir ásamt Pétri Halldórssyni, nú borgarstjóra, Sigurði Kristjánssyni bóksala og ]akobi Kristjánssyni prentara, sem Iært hafði vélsetjarastarf erlendis, félag til þess að fá hingað fullkomnari prentunartæki en her höfðu áður verið til, setjaravél og hraðpressu, sem var afkastameiri en þær, sem fyrir voru. Við ætluðum að leggja prentsmiðjunni »Gutenberg« til þessi áhöld og höfðum samið um þetta við forstöðumann hennar og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.