Andvari - 01.01.1938, Qupperneq 15
Andvari
Jón Þorláksson
11
stjórn. En er vélarnar komu frá Englandi, og með þeim
maður, til þess að setja þær niður, risu prentararnir í
»Gutenberg« upp og bönnuðu, að vélarnar færu þangað
inn, og varð stjórn prentsmiðjunnar að beygja sig fyrir
því banni. Þetta var fyrsta setjaravélin, sem kom hingað
til lands, og óttuðust prentararnir, að hún mundi taka
atvinnu frá þeim. Settum við þá upp nýja prentsmiðju með
þessum tækjum í kjallara við Þingholtsstræti. Síðan
bygaðum við nýtt hús handa prentsmiðjunni á lóð, sem
)ón Þorláksson átti við Ingólfsstræti. Þar var hún rek-
in um hríð, en síðan, ásamt húsinu, seld Félagsprent-
smiðjunni, sem enn hefur þar bækistöð sína.
Jón flutti oft fyrirlestra um áhugamál sín í félaginu
*Fram«, en svo hét félag Heimastjórnarmanna á þeim
árum, sem stríðið um sjálfstæðismálin stóð yfir, og var
hann oft í stjórn þess og stundum formaður. Einnig var
hann stundum í miðstjórn flokksins, og fóru áhrif hans
Þar vaxandi eftir því sem tíminn leið. Og er deilurnar
um sjálfstæðismálið milli gömlu stjórnmálaflokkanna féllu
iiiður, þegar komið var fram undir lok heimsstyrjaldar-
innar, en nýjir flokkar höfðu myndazt, Alþýðuflokkurinn
°9 Framsóknarflokkurinn, gekkst ]ón fyrir því, að gömlu
flokkarnir tækju höndum saman, og varð upp úr því
nÝr flokkur, sem nefndur var eftir þeim báðum og kall-
a^ur Sjálfstjórn. Jón var þá enn eigi kominn á þing.
Hann var fyrst í kjöri til þingmennsku í Reykjavík sum-
arið 1908, er deilt var um uppkast sambandslaganefnd-
arinnar að sáttmála um samband íslands og Danmerk-
Ur> en náði ekki kosningu, enda féllu þá fylgismenn
sambandslagauppkastsins unnvörpum um allt land. Síð-
an yar hann tvisvar í kjöri utan Reykjavíkur, en náði
ehki kosningu. Þetta má undarlegt virðast um mann,
Setn hafði látið jafnmikið til sín taka í öllum verkleg-