Andvari - 01.01.1938, Qupperneq 23
Andvari
Jón Þorláksson
19
wla hafa getað gert að jafnaði eftir að hann kom á
þing, að minnsta kosti ekki, er hann þurfti að svara
þar mótbárum. En í deilum á þingi þótti hann bera af
öðrum að rökvísi og skipuleik. Vmsir fundu það að
flokksforustu hans, hve þögull hann var hversdagslega,
kurr á manninn við ókunnuga og lítill áróðursmaður í
viðtali við menn. Það er rétt, að slíkt var honum ekki
eiginlegt, enda var hálfur hugur hans, eða meira en
hálfur, jafnan bundinn við hin verklegu störf, sem hann
hafði með höndum, einnig meðan hann var flokksforingi.
En þeir, sem heyrðu hann tala á þingi, eða á mann-
fundum, um áhugamál sín eða stefnumál þess flokks,
sem hann talaði fyrir, gátu sízt af öllu sagt, að hann
v®ri hlédrægur maður. Hann var þvert á móti, frá því
er ég þekkti hann fyrst, einlægur og ódeigur flokks-
•uaður. Hann hatði tamið sér kurteisi bæði í ræðu og
nti, og hvikaði ekki frá þeirri venju, þótt hann yrði fyr-
,r árásum, eins og allir þeir menn, sem gerast forvígis-
mei,n í stjórnmáladeilum, enda gat hann lesið ádeilu-
Qreinar um sjálfan sig, þótt harðorðar væru, með svo
fullkominni ró, að það var eins og þær kæmu honum
ekkert við.
Elokksmönnum Jóns þótti, svo sem nærri má geta,
skarð fyrir skildi, er hann dró sig út úr stjórnmálunum
j934. Ólafur Thors tók þá við forustu flokksins. Magn-
us Guðmundsson, sem lengi átti samvinnu við Jón í
stlórnmálum og var með honum þau ár, sem Jón sat í
shórn, sagði um hann dáinn: >Engan mann hefi ég þekkt,
®em hugsaði skýrar, og engan mann, sem hefur átt eins
Uæat með að setja fram hugsun sína. Vmsir héldu, að
hann væri ekki samvinnuþýður, af því að hann talaði
a^. en þetta var hinn mesti misskilningur; hann var í
rauninni ágætur í samvinnu.«