Andvari - 01.01.1938, Qupperneq 30
26 Þjóðlið íslendinga Andvari
3. Liðsforingi fyrir flokkinn var kosinn Pétur Jónsson
á Gautlöndum.
4. Var falið alþm. Jóni Sigurðssyni á Gautlöndum að
gangast fyrir því, að Þingvallafundur kæmist á næsta
sumar, með fulltrúum úr öllum kjördæmum.
Um veturinn voru tíð fundahöld í sveitum innan sýslu,
og gengu konur og karlar mikið í félagið. í skýrslu liðs-
foringja á aðalfundi um vorið segir svo: — — Reglu-
legir þjóðliðar voru orðnir 456. Voru félagar flestir í
miðhluta sýslunnar. Útbreiðsla um landið nánast engin,
þótt undirtektir væri sums staðar allgóðar. Úr Eyjafjarðar-
sýslu mætti Björn Jónsson ritstjóri Fróða, fyrir hönd
nokkurra manna. í Húnavatnssýslu var það Þorleifur
Jónsson, síðar alþm. og ritstjóri Þjóðólfs, er hafði mik-
inn hug á að stofna flokk þar, en af því varð ekki,
enda flutti hann þessi ár til Reykjavíkur. En hann lét
Þjóðólf flytja ýmislegt um Þjóðliðið þ. á. Stúdentar í
Höfn vildu gjarnan styðja þennan félagsskap, og átti
Þjóðliðið um það bréfaskipti við Boga Th. Melsteð.
í Reykjavík stofnaði Jón Ólafsson Þjóðfrelsisfélagið um
þetta bil, er hafði hið sama augnamið. Annars staðar
komst ekki á annar skipulagsbundinn félagsskapur i
þessa átt, en nú er nefnt.
Veturinn 1884—85 skrifuðu þingmenn Þingeyinga öll-
um þingmönnum á landinu áskorun um Þingvallafund,
og Jón Sigurðsson boðaði hann í 3 blöðum, og í Þjóð-
ólfi birtist eftir hann ávarp eða áskorun til þjóðarinnar,
um leið. Jón Ólafsson alþm., er þá var ritsjóri Þjóðólfs,
minnist þess í næsta blaði, þannig:
»Það hefir verið ofarlega í mörgum, að þörf væri a
almennri þjóðsamkomu; — en nú er hún boðuð, og það
einmitt á þann hátt, er vér álítum bezt við eiga, af vor-
um gamla og viðurkennda og mikilsvirta forseta, sem