Andvari - 01.01.1938, Síða 38
Andvari
Sveitakonan — móðir og amma vor allra.
íbúarnir í veröld þagnarinnar eru að sjálfsögðu ótelj-
andi og að sama skapi torvelt að finna þá að máli, hafa
upp á þeim. Fræðimenn og skáld velja sér það hlutskipti
að leita að þessum einstaklingum. Og þeirra metnaður
er það að draga einstaklingana fram í dagsljósið, eða
gera grein fyrir þeim á einhvern annan hátt, ýmist til
varúðar, eða þá til fyrirmyndar, ellegar til skýringar við-
fangsefnum. Til dæmis er ættfræðin gerð út af örkinni
í þeim vændum að finna undirrót kynkvísla og kynstofna.
Því þögulla er í ættfræðinnar álfu, sem fjær dregur lif'
andi einstaklingum. En leitin eftir uppruna gefur útsýn
yfir djúpa dali og langar strendur forfeðra og mæðra
þeirra, sem lifa. Og sú leit gefur bendingar um hæfi'
leika, sem leggjast í ættir. Og spor einstaklinganna, ef
þau verða rakin, gefa til kynna baráttu, sigra og ósisra
þeirra einstaklinga, sem götuskorningana hafa gert, eða
hleðslurnar þær, sem vallgrónar tóftir sýna lítils háttar til
minja um líf, sem er horfið fyrir löngu.
Þegar litið er yfir mosavaxnar hleðslur eyðikots
og þau eru mýmörg i landinu — vaknar upp í hugskoti
mannsins, sem litast þar um, spurningar hver af annarn
og þessi þó fyrst:
Hvenær var manna byggð hér?
Þeirri spurningu kann jarðabók að geta svarað, eða
þá máldagar.