Andvari - 01.01.1938, Blaðsíða 43
Andvari
Sveitakonan — móðir og amma
39
þeim tiltæk. Þegar eg var barn að aldri, var vinnumað-
Ur hjá föður mínum, sam kvað rímur á kvöldvökum.
Kona hans sat og spann. Eg tyllti mér hjá henni og
hlustaði. Hún laut að mér smám saman og túlkaði kenn-
ln9arnar, sem komu fyrir í rímunum. Var þó alls eigi
^eira en í meðallagi vitiborin, Og hún greip á lofti
henningarnar, sem oft voru alltorveldar. Eg set hér eina
yisu t. d., úr Brávallarímum, svo sem sýnishorn kenn-
ln9anna:
Hökustrái í hljóðagjá
hrotta brá nú verinn;
kjálkinn má ei falla frá;
fór hann þá um herinn.
Hér er skeggið kallað hökustrá en munnurinn hljóða-
9lá. Þegar nú svo er, að enn má allt að því þreifa á
konum, sem af sjálfsdáðum skildu eddukenningar og
namu þau fræði, og geymdu í minni sögusagnir og kvæði,
•na nærri geta, að í fornöld hafi kvenþjóðin lært og
9eymt og kennt sögur og drápur. Þær hafa þá vissulega
hennt ungdómi og æsku hin fornu vísindi, t. d. í rökkrinu.
Eg tek enn til dæmis konur, sem eg hefi kynnzt. Ný-
lega er dáin í minni sýslu kona, sem kunni svo mörg
kuæði gömul, að fylla mátti allstóra bók.
, Amma mín orti í æsku, ásamt systur sinni, rímur af
Armanni og Grámanni, 161—20 talsins. En þær kunnu
ekki að skrifa. Að tveim árum liðnum var öll þessi Ijóða-
9erð skrifuð upp eftir ömmu minni. Mig minnir, að hún
seaðist oftast hafa botnað vísurnar, því að hún var fær-
fri 1 þeirri kúnst. Nú er mitt minni þannig og hefir
íafnan verið svo, að eg tapa vísunni, sem eg klambra
Saman, ef eg læt undir höfuð leggjast að koma henni á
Pappírinn samstundis.
^egar eg hugsa um minnisgáfu ömmu minnar, skil eg