Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1938, Side 54

Andvari - 01.01.1938, Side 54
50 Frá óbyggðum II. Andvari Vesturhluti Ódáðahrauns greinist í tvennt: Útbruna og Frambruna. Útbruninn er helluhraun að mestu og grá- leitt til að sjá, en Frambruninn er aftur apalhraun, úfið og dökkt. Hann er yngri en Útbruninn. Eftir 1V2 stundar ferð, komum við að Svartárkoti. Það er syðsti bær í Þingeyjarsýslu og stendur á vesturbakka Svartárvatns sunnarlega, með útsýni opið til öræfa, en lokað til hafs, þvi að lágar hæðir liggja norður þaðan og vestur. Svartá fellur úr vatninu sunnan við bæjar- vegginn og klýfur túnið í tvennt. Göngubrú er yfir hana, og bakkar grónir niður að vatni. Svartárvatn er uppi- staða við Útbruna, á að gizka 21/2 ferkílómetri að flat- armáli og mestallt mjög grunnt. Silungsveiði er þar nokkur. Sagt er mér, að Einar heitinn í Reykjahlíð hafi flutt þangað Mývatnssilung, þegar hann bjó í Koti, til þess að kynbæta silungsstofninn, sem fyrir var, og síðan stundað þar klak um hríð, fyrstur manna á landi hér, að ég hygg. Talið er, að við þetta hafi veiðin aukizt og silungurinn batnað til muna. Sunnan við Svartárkot hverfur gróður og taka við roksandshólar fyrst, en síðar Suðurárhraun. Það er kvísl úr Ódáðahrauni, sem fallið hefir til norðvesturs og nið- ur í Bárðardal. Suðurá rennur eftir hrauninu norðarlega og skiptir því í tvennt eftir aldri og gerð. Norðan við hana er gamalt hraun og greiðfært, og telst það til Út- brunans, en sunnan árinnar hefst meginhraunið. Það er hluti af Frambrunanum,yngra og úfnara. Suðurá kemur upp langt austur í hrauni, þar sem heita Suðurárbotnar, og rennur meðfram brún yngra hraunsins ofan í Bárð- ardal. Svartá fellur aftur niður með eldra hrauninu að norðan, og er skammt milli ánna, unz þær sameinast suður og vestur frá Svartárkoti. Suðurá er miklum mun vatnsmeiri. Heitir þó Svartá eftir það, að árnar koma
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.