Andvari - 01.01.1938, Side 59
■Andvari
Frá óbyggðum II.
55
austan, allt fram í botn. Um miðan dalinn verður af-
hvarf til austurs, og eru þar hestahagar beztir. Lækur,
Stapaá heitir, fellur í fossum niður hlíðina. Spölkorn
út frá henni er sælukofi, sem var áfangastaður okkar.
Þegar þangað kom, var klukkan 8V2, og höfðum við
verið 7 stundir réttar frá Víðikeri, 5V2 frá Svartárkoti,
en 2V2 af Réttartorfu. Vfir Suðurárhraun gekk á með
rÍ2ningarskúrum, en á Hafursstaðaeyrum stytti upp, og
Qerði hið fegursta veður með kvöldi. Dimmblár skuggi
iagðist á fjöllin, og hlýr andvari lék um dalina.
Suður í Vonarskarð.
Daginn eftir vorum við snemma á ferli. Tryggvi
tók til matseldar, en við hinir skoðuðum okkur um.
Klukkan 103/4 komumst við af stað og héldum fram
Oxnadal, illan veg um urðir og grafninga. Á torfu fremst
1 dalnum fundum við geysistóran gýgjarhring, en svo
nefnast hringar af sveppgróðri, sem breiðast út frá einni
nPphafsplöntu og fara stækkandi, meðan rotnun er í
larðveginum og engin hindrun fyrir. Mældist þessi 34 m
að þvermáli, og mun slíkt sjaldgæft hér á landi. Gróður
Var mikill innan í hringnum.
^egar dalnum sleppir, taka við regin öræfi jökli gnúin
°9 vindum. Grágrýti er í yfirborði, en móberg undir, og
eniur það hvarvetna fram í giljum. Austanáttin hafði
færzt mjög í aukana, og andaði köldu uppi hér.
°«u hélt um Ódáðahraun og Sprengisand, en fram-
nndan lá Vonarskarð sveipað svalblárri móðu. Og við
°iaslátt hestanna svifu að annarlegar hugsanir um lang-
ar leiðir í stefnu á vafasöm Vonarskörð.
Eftir þriggja stunda ferð frá kofanum, komum við að
groðurrönd á auðninni, þar sem haga var sízt von. Dá-
111 hnd rann eftir sandinum í mjóum stokk og hafði