Andvari - 01.01.1938, Page 65
Andvari
Frá óbyggðum II.
61
er við litum aftur, sáum við húfuna hans á skaflinum
og annað ekki. Hann hafði fallið í sprungu og sat þar
þannig, að hann stemmdi herðarnar við annan barminn,
en spyrndi fótum í hinn. Drógum við hann upp, en brá
illa í brún, er við litum ofan í sprunguna: grænt gin,
sem víkkaði niður og hvarf í sorta. Nokkru eftir þetta.
tók að dimma að með fjúki. Við töldum líklegt, að létta
mundi til úr hádeginu og héldum áfram eftir áttavita og
siefndum til suðaustur. En eftir því sem lengur leið,
herti veðrið og gerði stórhríð með frosti og fannburði.
Sáum við nú, að tilgangslaust væri lengra að halda og
snérum við eftir þriggja stunda för á jökli. Þegar kom-
ið var neðanvert á jökulinn, birti aftur upp. Beygðum
þá til norðurs og komum af jöklinum á Dyngjuhálsi
miðjum. Þar hvíldum við okkur um hríð.
I jökulrótunum skammt frá stóð fjallshnúta ein upp
ur snjónum. Alitum var hún eins og hver önnur mó-
bergshæð, en hún vakti athygli mína af því, að hún
virtist ekki standa á móti ísstraumnum, heldur berast
með honum. Tók ég mig því til og skrapp þangað, til
að athuga, hvernig í þessu lægi. Þegar að var komið,
hrá mér kynlega við, því að ég óð í þetta »móberg«
°9 gat rekið stafprikið mitt á kaf í það, hvar sem var.
^n gerðin var eins að öllu og í venjulegu þursabergi:
^raunmylsna með palagóniti á milli og einstökum stein-
J101 iökulrispuðum. Sá var einn munur, að hér voru efn-
ln ekki runnin saman í berg, heldur sundurlaus og Iíkt-
!!st deigi. Ekki þurfti að velkjast í vafa um það, að þessi
|a Ishnúta væri jökulalda, því að ískjarni var innan í og
undir. Hitt var jafnaugljóst, að efniviðinn í henni höfðu
ftnajökulsgosin lagt til að langmestum hluta. Af þess-
fri athugun dró ég þá ályktun, að nokkur hluti mó-
ber
gsms hér að minnsta kosti hafi orðið til á þann