Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1938, Side 66

Andvari - 01.01.1938, Side 66
62 Frá óbyggðum II. Andvari hátt, er nú skal greina: Á jökulöld voru eldgos tíö, engu síður en nú. Hin sundurlausu gosefni: aska og vikur bárust upp í loftið og féllu á jökulinn, sukku svo hægt og hægt, ókust fram og eltust saman, unz þau runnu í fasta storku: þursabergið. Á þennan hátt er móbergið enn að skapast. Því að hvað er Vatnajökull annað en leifar ísaldarinnar, og eru þar ekki eldgos enn að verki? Mér er það ljóst, að þessi skýring ein ræður ekki gátu móbergsins, en ég tel hana rélta svo langt sem hún nær. Dyngjuháls gengur norðaustur frá jöklinum í stefnu á Trölladyngju. Allur er hann hulinn apalhrauni, sem fall- ið hefir frá eldsprungum og gígaröðum til beggja handa, en þó einkum vestur af. Þar ná hraunstraumarnir niður að Skjálfandafljóti. ]ökullinn liggur út á hraunið og hef- ir ekið þangað miklum jökulruðningi, sem nær víða fram á gígana, og má því ætla, að þegar hraunið rann, hafi jökullinn náð skemmra fram en nú. Vatnsagi mikill var hvarvetna við jökulinn, og stórir lækir brutust víða gegn- um ruðningsöldurnar út í hraunið. Þar hurfu þeir fljótt niður í sprungur. Á Dyngjuhálsi mætast Vatnajökull og Odáðahraun, og er þar stórbrotið útsýni. í norðri rís Trölladyngja hið næsta og Dyngjufjöll fjær, en í vestri Tungnafellsjökull. Vonarskarð blasir við með breiðum söndum og leirum, þar sem óteljandi jökullækir spinna uppistöðuna í Skjálfandafljót og Köldukvísl. Vatnajökulsvegur liggur yfir hálsinn, og er þar sæmi- leg leið, því að hraunið er fornt og veðrað, en bezt mun þó að halda sig sem næst jökulöldunum. Þegar við komum ofan á Dyngjuháls, var klukkan rúmlega þrjú, og þótti okkur of snemmt að snúa heim- leiðis. Héldum við því norður fyrir jökulsporðinn og síðan austur af hálsinum, unz við komum að felli emu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.