Andvari - 01.01.1938, Síða 66
62
Frá óbyggðum II.
Andvari
hátt, er nú skal greina: Á jökulöld voru eldgos tíö, engu
síður en nú. Hin sundurlausu gosefni: aska og vikur
bárust upp í loftið og féllu á jökulinn, sukku svo hægt
og hægt, ókust fram og eltust saman, unz þau runnu í
fasta storku: þursabergið. Á þennan hátt er móbergið
enn að skapast. Því að hvað er Vatnajökull annað en
leifar ísaldarinnar, og eru þar ekki eldgos enn að verki?
Mér er það ljóst, að þessi skýring ein ræður ekki
gátu móbergsins, en ég tel hana rélta svo langt sem
hún nær.
Dyngjuháls gengur norðaustur frá jöklinum í stefnu á
Trölladyngju. Allur er hann hulinn apalhrauni, sem fall-
ið hefir frá eldsprungum og gígaröðum til beggja handa,
en þó einkum vestur af. Þar ná hraunstraumarnir niður
að Skjálfandafljóti. ]ökullinn liggur út á hraunið og hef-
ir ekið þangað miklum jökulruðningi, sem nær víða fram
á gígana, og má því ætla, að þegar hraunið rann, hafi
jökullinn náð skemmra fram en nú. Vatnsagi mikill var
hvarvetna við jökulinn, og stórir lækir brutust víða gegn-
um ruðningsöldurnar út í hraunið. Þar hurfu þeir fljótt
niður í sprungur. Á Dyngjuhálsi mætast Vatnajökull og
Odáðahraun, og er þar stórbrotið útsýni. í norðri rís
Trölladyngja hið næsta og Dyngjufjöll fjær, en í vestri
Tungnafellsjökull. Vonarskarð blasir við með breiðum
söndum og leirum, þar sem óteljandi jökullækir spinna
uppistöðuna í Skjálfandafljót og Köldukvísl.
Vatnajökulsvegur liggur yfir hálsinn, og er þar sæmi-
leg leið, því að hraunið er fornt og veðrað, en bezt
mun þó að halda sig sem næst jökulöldunum.
Þegar við komum ofan á Dyngjuháls, var klukkan
rúmlega þrjú, og þótti okkur of snemmt að snúa heim-
leiðis. Héldum við því norður fyrir jökulsporðinn og
síðan austur af hálsinum, unz við komum að felli emu