Andvari - 01.01.1938, Side 73
Andvari Staöþekking og áttamiöanir Njáluhöfundar 69
svo muni vera. Og má þá heita, að skýring liggi fyrir
hendi: Njáluhöfundur hefir haft yfirgripsmeiri kynni af
staðháttum austanlands en í Rangárþingi.
Að sama brunni ber, þegar athuguð er nákvæmni
hinna einstöku staðháttalýsinga. Á þessu sviði verður og
áberandi munur milli Rangárþings og Austfirðingafjórð-
Un9s. I Múlaþingi finnst engin veila, því sannanlegt er,
að þau ummæli, sem finnast í sumum handritum sög-
unnar, að Flosi hafi farið »norður til Vopnafjarðar og
UPP í Fljótsdalshérað«; er að eins ritvilla. I fyrsta lagi
er það með öllu óhugsandi, að maður, sem virðist vera
svo nákunnugur staðháttum austanlands sem Njáluhöf-
undur, hefði ekki vitað um hina réttu afstöðu þessara
^öfuðsveita landshlutans. í öðru lagi hefir eitthvert bezta
handritið hinn rétta leshátt: »norðan úr Vopnafirði og
UPP í Fljólsdalshérað; og loks í þriðja lagi kemur það
skýrt fram í sögunni, að höfundur hafi vitað hin fyllstu
fk'l á þessum hlutum. T. d. er Kári Sölmundarson lát-
'nn segja um austurför Flosa til liðsbónarinnar: »Hann
[ór allt austur í Vopnafjörð og hafa nálega allir höfð-
ln9iar heitið honum liðveizlu og alþingisreið*. Ennfrem-
Ur er Síðu-Hallur látinn gefa Flosa þessa ráðleggingu:
*Fara skalt þú allt norður til Vopnafjarðar og biðja alla
ofðingja liðsinnis*. Þar að auki ber svo sjálf ferðasag-
an þess glögg merki, að höfundur veit ósköp vel, að
"opnafjörður er fyrir norðan Fljótsdalshérað.
Staðþekking Njáluhöfundar í Skaftafellsþingi verður
og að teljast með bezta móti. Ber þó að geta þess, að
ann virðist hafa óljósar hugmyndir um hin óbyggðu
upplönd Vestursýslunnar, svo sem um legu Fiskivatna.
tur á móti er staðþekking hans í Rangárþingi að ýmsu
ábótavant, að varla er ætlandi, að hann hafi verið
eraðsmaður þar til langframa. Hafa þeir Dr. Kálund