Andvari - 01.01.1938, Blaðsíða 77
Andvari Staðþekking og áttamiðanir Njáluhöfundar
73
Njáluhöfundur lætur sér ehki nægja, að Gunnar á
Hlíðarenda hafi tekið land af þeim feðgum undan Þrí-
hyrningi. Fyrir sömu búsyfjum af hans hendi verður og
Þorgeir Otkellsson í Kirkjubæ. Af fornum máldögum
fáum vér að vita, að Keldnakirkja átti ítök í Kirkjubæjar-
landi. Vel má nú vera, að ekkert samband sé hér á milli,
en freistandi er samt sú ætlun, að frásagnirnar um hin-
ar ósennilegu landtökur Gunnars séu hliðstæð hugar-
smíði. Yrði þá næsta auðskilið, hvers vegna Njáluhöf-
nndur lætur þrælinn Melkólf velja nyrðri Ieiðina fram
hjá Keldum, eftir stuldinn í Kirkjubæ. Það hefir verið
Neldnamannaleiðin frá Kirkjubæjarítökunum, svo sem
leið Gunnars frá engjunum fyrir sunnan Rangá er hin
sama og Keldnamanna.
Á þessum slóðum er Njáluhöfundur nákunnugur. (Jm
það verður ekki deilt. Að vonum hefir hann þekkt Odda-
stað mætavel. Honum er kunnugt um, að þar er það
s'ður að geyma sauðfé á sumarnóttum í »geilum« svo
þ®ð ekki gangi í túnið né spilli svefnfriði manna með
sParki um bæjarþekjurnar. Við vaðið hjá Hofi eru mó-
hellur í götunni. Við Þorgeirsvað stendur steinn upp úr
anni. Við Knafahóla »sér eigi fyrr en að er komið«.
Þaðan ríður Gunnar »fram að Rangá í nesið, því þar
er vígi nokkurt.*
^‘ð vitum nú ekki með vissu, við hvaða nes er átt,
ea víst er um það, svo sem sjá má af orðalaginu, að
°fundur hefir ákveðið nes í huganum. Hefir það sjálf-
Sa9t verið í Keldnalandi.
þe9ar sleppt er hinnztu vörn Gunnars í heimahús-
^ít,> átti hann alla bardaga sína við innlenda féndur á
augárbökkum. Hefir forsjónin hagað þessu svo til, eða
láluhöfundur sjálfur? Landnáma sker úr um það, hvort
Se 8ennilegra. Þar höfum vér arfsagnir um tvo bardagana.