Andvari - 01.01.1938, Síða 78
74
Staðþekking og áttamiðanir Njáluhöfundar
Andvari
Samkvæmt þeim hefir viðureign Gunnars og Egils í
Sandgili staðið við Knafahóla en ekki við Rangá. Þessa
arfsögn mun Njáluhöfundur hafa þekkt. Við Otkel úr
Kirkjubæ berst Gunnar við garð hjá Hofi, en ekki við
vað hjá Hofi. Þar að auki er helzt svo að sjá sem
Njáluhöfundur hugsi sér, að orustan hafi staðið Valla
megin við ána. Það sem þó sérstaklega bendir til þess,
að höfundurinn hafi á þessu sviði hagrætt arfsögnunum
um vopnaviðskipti Gunnars, er það, að hann virðist láta
alla bardagana vera háða við vöðin yfir Rangá. Þessa
getur beinlínis um tvo þeirra, — við Þorgeirsvað og
Hofsvað, og sjálfsagt hefir Gunnar að ætlun höfundar,
riðið svo sem leið lá frá Knafahólum til vaðsins á Rangá,
þá er hann barðist við Egil — þótt það sé ekki beint
tekið fram. Gefur þetta atriði ágæta skýringu á því,
hvers vegna Njáluhöfundur stöðugt lætur Gunnar berjast
við óvini sína á Rangárbökkum. Vfirleitt eru staðhættir
meðfram vegum mönnum hvergi svo minnisstæðir sem
við vöð á ám.
Það, sem allra mest hefir verið fundið staðþekkingu
Njáluhöfundar við Rangá til foráttu, er frásögn hans
um för Lýtings á Sámsstöðum og bræðra hans til skóg-
anna fyrir austan Rangá, eftir að þeir höfðu vegið Hösk-
uld Njálsson í nágrenni við Sámsstaði. Nær liggur þó
að taka frásögn þessa sem bendingu um hið gagnstæða.
Vegna þess að höfundurinn minnist tilvalins felustaðar
á leiðinni til Fijótshlíðar í skógunum austan Rangár,
lætur hann þá bræður leita hælis þangað eftir víg Hösk-
ulds. Og kynni Njáluhöfundar af fylgsni þessu leyna sér
heldur ekki. Sökum þess, að bræðurnir eru svo óvar-
kárir að tala saman, verða Njálssynir þeirra varir og
ganga á hljóðið >og sjá hvar þeir Lýtingur eru við læk
einn. Skarphéðinn hleypur þegar yfir lækinn og í niel-