Andvari - 01.01.1938, Síða 86
82
Staðþekking og áttamiðanir Njáluhöfundar
Andvari
unina við bústað Þráins að Grjótá væri svo langsótt
skýring, að ekki er við henni lítandi og það því síður,
sem hann áður hafði skýrt tekið það fram, að Runólfur
búi í »Dal fyrir austan Markarfljót, en Þráinn að Grjótá
í Fljótshlíð*. Það var því engin þörf á að setja hér
áttartákn þessu til skýringar á afstöðu bæjanna, enda
hefir Njáluhöfundur eflaust ekki haft slíka smámuni í
huga.
Annars er vert að athuga það nokkru nánar, hvernig
söguritarinn minnist á Dal. Bærinn er 14 sinnum nefnd-
ur í sögunni. í 5 tilfellum er Runólfur kendur við bæ
sinn og skipta þau dæmi engu við þessa athugun, en
alltaf þegar því verður viðkomið fylgja bæjarnafninu
áttamiðanirnar »austur< eða »austan«. Á hinn bóginn
hefir höfundur enga áttatáknun, þá er hann greinir frá
ferðalagi í vesturátt til Dals. Það er þannig engu líkara
en að hann horfi til Dals úr vestri. Og þegar vér jafn-
framt gætum þess, að allar áttamiðanirnar »austur«, sem
koma fyrir í sögunni, þá er ekki ræðir um hreyfingu
milli staða, eru til skýringar staðháttum austan Mark-
arfljóts, verður sú ályktun naumast of djörf, að höfund-
ur hafi skráð sögu sína einhvers staðar vestan fljótsins.
Þegar vér minnumst þess, hve höfundinum var hug-
leikin Rangá eystri og umhverfi hennar, mætti helzt
ætla, að hann hefði skráð sögu sína á þeim slóðum. Og
þá frekast á höfuðbólinu Keldum, sem virðist mynda
eins konar miðpunkt á því svæði Rangárþings, sem ítar-
legast er lýst og með mestum kunnugleika. Bezt er
samt að fullyrða ekki of mikið um þetta og hafa vaðið
fyrir neðan sig. Nánari athugun á áttatáknunum sög-
unnar leiðir oss inn á aðra braut.
Þá er Njáluhöfundur greinir frá för Hrúts Herjólfs-
sonar frá Hvítárósi í Borgarfirði til Marðar gígju