Andvari - 01.01.1938, Síða 98
94
Kreppa og kreppuráðstafanir i Ástralíu
Andvari
hallinn ekki fram úr 12 milj. punda. Þessi fjárhæð var lal-
in viðráðanleg, og mundi tekjuhallinn hverfa á fám árum.
Mestum mótmælum sætti ákvæðið að færa vexti af inn-
lendum ríkislánum niður um 22!/2°/o, því þetta voru í raun
og veru samningsrof við ekki færri en 803 000 lánveitend-
ur. Slík kúgun mætti áköfum mótmælum, og að lokum
kom mönnum saman um að senda eigendum skuldabréf-
anna áskorun, og særa þá við föðurlandsást þeirra að sam-
þykkja þessa breytingu á skuldabréfunum. Hún fékk þær
undirtektir, að 79°/o skuldabréfaeigenda tjáðu sig fúsa til
þess að færa þessa fórn. Var þetta talið óhjákvæmanlegt,
og í raun og veru hagnaður, eigi aðeins fyrir þjóðina,
heldur jafnvel mennina sjálfa. Voru síðan þeir, sem ekki
féllust á vaxtalækkunina, (en þeir voru ekki nema 3 °/o),
skyldaðir til þess með lögum að hlíta henni.
Stefnuskrá forsætisráðherranna bjargaði Ástralíu frá
gjaldþroti. — Þegar á næsta ári varð tekjuafgangur á
fjárlögum allsherjarstjórnarinnar. Aftur tók það nokkur
ár fyrir fylkjunum að fá hallalaus fjárlög, en hvert fylk-
ið eftir annað hefir þó náð þessu marki. Á síðustu ár-
unum hefir það gengið tiltölulega greitt að koma fjár-
hagnum í heilbrigt horf, vegna þess að verðið hefir
hækkað á hveiti, ull og öðrum áströlskum framleiðslu-
vörum. Lækkunin á sterlingspundinu breska 1931 hefir
greitt að mun fyrir þessu máli, því nú þarf minna af
útfluttum vörum til þess að standa í skilum með vexti
og afborganir í Lundúnum.
Að sjálfsögðu voru ýmsar aðrar ráðstafanir gerðar i
sambandi við stefnuskrá forsætisráðherranna. Ein þeirra
var sú, að bændum og öðrum, sem ekki gátu staðið i
skilum með vexti og afborganir, var veittur greiðslufrest-
ur, og jafnframt voru vextir af skuldum þeirra lækkaðir.
Erfiðast af öllu var að eiga við atvinnuleysið.