Andvari - 01.01.1927, Blaðsíða 7
Andvari
Bjarni Jónsson frá Vogi.
Bjarni jónsson alþingismaður frá Vogi var fæddur í
Miðmörk undir Eyjafjöllum 13. okt. 1863. Þá bjuggu
þar foreldrar hans, síra Jón Bjarnason og kona hans
Helga Arnadóttir. Síra Jón hafði þá tekið við Stóradals-
þingum árið áður, en hafði verið vígður til prests að
Meðallandsþingum árið 1854 og kvæntist þar 1856. —
Síra Jón var fæddur í Finnstungu í Blöndudal í Húna-
vatnsþingi 11. okt. 1823; vóru foreldrar hans Bjarni
bóndi Jónsson (d. 10. ág. 1830) og kona hans Elín (d.
24. apríl 1859) Helgadóttir bónda á Litla-Búrfelli í
Svínadal, Guðmundssonar. Að öðru leyti er nú ókunn-
ugt um ætt síra Jóns, því að sjálfur gaf hann sig alls
eigi við ættvísi, en kirkjubækur sóknarinnar týndar og
tröllum gefnar. Þó hafði síra Jón heyrt, af sér eldri
mönnum, að hann væri af Bólstaðarhlíðarætt, þá líklega
af Þorsteini sýslumanni, föður Benedikts lögmanns, en
eigi eru aðrar heimildir fyrir því að sinni. — Helga
kona síra Jóns var ættuð úr Skaftafellsþingi, dóttir Árna
bónda á Hofi í Oræfum, Þorvarðssonar, Pálssonar í
Mörk, Eiríkssonar á Fagurhólsmýri, bróður Einars skóla-
meistara í Skálholti (d. 1788)]), Jónssonar yngra á
1) Af Einari skólameistara er komin fjölmenn ætt. Einn sona
hans var Isleifur háyfirdómari á Brekku. Sjá Guðfræðingatal Hann-
esar Þorsteinssonar .bls. 61—66.