Andvari - 01.01.1927, Blaðsíða 30
28
Bjarni jónsson frá Vogi
Andvari
ljóslega rökstudd. Þingrofs-krafan hlaut eindregið fylgi
fundarins og var jafnframt samþykt, að félagið gæfi út
ræðu formanns. Skyldi hún send ókeypis um land alt.
Ræðan var prentuð, kallaðist: »Þjóðin og þingræðið«
og var send um allar sveitir.
Krafan um þingrof fekk enga áheyrn meðal stjórnar-
innar og hennar liða. Höfðu tuttugu þingmenn, þeir er
stjórninni fylgdu fastast, gert ný samtök til mótmæla og
andróðurs öllum »nýjum kröfum« í stjórnarmálinu og
vildu ekkert um þingrof heyra. »Lögrétta« var nú höfuð-
blað stjórnarinnar, og stóð ið mesta þjark í milli rit-
stjórnar hennar og »ávarps«-blaðanna langa hríð. —
Blöð Dana tóku nú að veita meira athygli umræðum
íslendinga og tóku flest eða öll í þann streng, að réttara
mundi og heillavænlegra fyrir árangur af starfi nefndar-
innar, að þingrof færi fyrst fram á Islandi. Eins fór þeim
nú að skiljast, að sú in mikla alda, er risin var á Is-
landi, mundi stafa af brögðum og blekkingum Albertís
1903, er hann hefði neytt færis að smeygja inn ríkis-
ráðs-ákvæðinu.
Þegar útséð þótti um, að þingrof yrði látið fara fram,
báru Landvarnarmenn fram tillögu um, að stofnað yrði
til þjóðfundar á Þingvelli um sumarið til þess að þjóðin
fengi færi á að setja þar fram ákveðnar tillögur, áður
nefndin yrði skipuð. (»Ingólfur« 7. mars 1907). Hurfu
nú að þessu ráði blöð þau öll, er í fyrrgreindum sam-
tökum vóru. Rítstjórar blaðanna gáfu út fundarboð 4.
maí, sem orðað er á þessa leið:
„Með því að ekkert varð af þingrofi í vor, með nýjum kosn-
ingum fil alþingis, þó að laka eigi til meðferðar á þingi í sumar
sjálfstæðismál landsins, sambandsmálið við Dani, leyfum vér und-
irritaðir ritstjórar ávarpsblaðanna (frá 12. nóv. f. á.) oss að skora
á þjóðina að kjósa fulltrúa á allsherjarfund, er vér æflumst til að